Orku- og veitufyrirtæki

Helstu áskoranir orkuiðnaðarins á Íslandi og víðar eru að móta stefnur og áætlanir sem stuðla að arðbærni reksturs og á sama tíma taka tillit til ströngustu umhverfis- og félagslegra krafna. Til að standast slíkar kröfur þarf að huga vel að efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum þáttum. Einnig er mikilvægt að orku- og veitufyrirtæki stuðli að rannsóknum og taki þátt í iðnþróun og nýsköpun, sérstaklega er varðar umhverfisvænni tækni og þróun.

Okkar áherslur
Með því að beina sjónum sínum að umhverfisvænum viðskiptalausnum, áhættustýringu og samfélagsábyrgð styrkja orku- og veitufyrirtæki trúverðugleika sinn og traust á hinum almenna markaði. Mörg orku- og veitufyrirtæki um allan heim hafa innleitt með góðum árangri hugtakið sjálfbærni í alla stefnumótun. PwC leggur áherslu á að orku- og veitufyrirtæki starfi í sátt við umhverfið, ávinni sér traust og virðingu samfélagsins og tryggi viðskiptavinum sínum góða og hagkvæma þjónustu.

Dæmi um okkar þjónustuVið leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á öllum sviðum og getum aðstoðað fyrirtæki við að greina tækifæri og ógnanir og ná betri árangri í rekstri. PwC er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki með mikla þekkingu á orkuiðnaðinum, víðtæka reynslu og veitir margvíslega ráðgjöf og aðstoð til fyrirtækja. Við höfum aðgang að þekkingargrunnum og sérfræðingum um allan heim og höfum áunnið okkur orðaspor fyrir trausta og góða þjónustu á alþjóðavettvangi.