Auglýstar stöður

Viðskiptafræðingur - PwC á Selfossi

Við leitum að öflugum viðskiptafræðingi til starfa á skrifstofu PwC á Selfossi á sviði bókhalds, uppgjörs og endurskoðunar. Starfið felst í miklum samskiptum við viðskiptavini og annað starfsfólk PwC. 

Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun á viðskiptasviði. Reynsla af bókhaldi, uppgjöri og endurskoðunarverkefnum er mikill kostur.

Umsóknarfrestur er til 14. desember 2015 og skal senda umsóknir til Ólafs Gestssonar, forstöðumanns PwC á Suðurlandi á netfangið: olafur.gestsson@is.pwc.com. 

Með umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem tilgreint er um nám, fyrri störf og upplýsingar um meðmælendur.