Auglýstar stöður

Við stækkum og styrkjum hópinn.
 

Starfsmenn á endurskoðunarsviði

PwC ræður til starfa á hverju ári 2-4 nýja starfsmenn á endurskoðunarsvið og er þar um að ræða fólk sem vill sérhæfa sig í bókhaldi, reikningsskilum og endurskoðun.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Ytri endurskoðun.
  • Reikningsskil.
  • Ráðgjöf til viðskiptavina.
  • Önnur tilfallandi störf.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði.
  • Ástundun meistarnáms í reikningsskilum og endurskoðun er góður kostur.
  • Jákvæðni og rík þjónustulund.
  • Metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð.

Við tökum við umsóknum á þessu sviði allt árið. Á þessu ári stefnum við að því að ganga frá þessum umsóknum í lok ágúst nk. Til að komast í umsóknarhópinn vegna ársins 2014 þarf að skila inn umsóknum fyrir 14. júní 2014.

Með umsókn skal fylgja:
1) Umsóknarbréf með upplýsingum um meðmælendur.
2) Ferilskrá.
3) Upplýsingar um námsárangur þ.e. einkunnir og annað sem þar skiptir máli.

Umsóknir skal senda til Báru Traustadóttur í netfangið storf (hja) is.pwc.com.
 


Almennar umsóknir
Umsóknir óskast sendar Báru Traustadóttur, á netfangið storf (hjá) pwc.is.