Dr. Michael Byers, sérfræðingur í málefnum Norðurslóða

Þann 21.janúar s.l. stóð PwC fyrir morgunverðarfundi ásamt Norðurslóða-viðskiptaráðinu og ETNA Legal Services.  Aðalræðumaður fundarins var Dr. Michael Byers, sérfræðingur í málefnum norðurslóða.  Hann fjallaði meðal annars um ný viðskiptatækifæri á norðurslóðum tengd opnun siglingaleiða, fiskveiðum, auðlindanýtingu og vinnslu og uppbyggingu í þjónustu.  

Dr. Michael Byers var gestur Boga Ágústssonar í sjónvarpsþættinum Viðtalið á RÚV þann 10. febrúar þar sem þeir ræddu um málefni norðurslóða -  viðtalið má sjá hér.