Nýjasti gengislánadómurinn og útreikningar kynntir

Nýjasti dómur Hæstaréttar hefur ekki svarað öllum spurningum né tekið á öllum tilvikum er tengjast svokölluðum ”gengismálum”. Dómurinn þó staðfestir eina af meginreglum kröfuréttar sem er að skuldara ber ekki greiða vexti né aðrar vanskilagreiðslur af kröfu ef honum verður ekki um kennt að greiðsla fór ekki fram á réttum tíma eða með réttum hætti. Er þessi meginregla m.a áréttuð í 7. gr. vaxtalaga (l.38/2001).

Fullyrðingar um að dómurinn sé einungis fordæmisgefandi hvað varðar einstaklinga en taki ekki til lögaðila stenst ekki þar sem almennar reglur kröfuréttar gilda í öllum samningssamböndum óháð því hvaða aðilar eiga í hlut.

 

Við leysum málið fyrir þig

PwC býður einstaklingum og fyrirtækjum upp á lögfræðiaðstoð og endurútreikning vegna gengistryggðra lána. Við rýnum samningana, metum lögmæti þeirra, reiknum út rétta stöðu og metum mögulega inneign. Við fylgjum þínum málum eftir og aðstoðum þig við að fá endanlega lausn í þínum málum.