Launagreining PwC

Launagreining PwC 2013 er komin út. Skýrslan byggist á launaupplýsingum 14.347 launþega á íslenska vinnumarkaðinum. Þetta er 35. árið sem skýrslan er gefni út og mjög góð þátttaka var hjá fyrirtækjum og stofnunum. Allar upplýsingar byggjast á raungögnum úr launabókhaldi og því eru niðurstöður afar áreiðanlegar.
 

Stór breyting var gerð við framkvæmd Launagreiningar 2013 þar sem nú var í fyrsta sinn stuðst við starfsheitaskráningu á grundvelli ÍSTARF flokkunarkerfisins. Með þessu  gefst m.a. tækifæri að bera niðurstöður við erlend launagögn sem miðast mörg hver við alþjóðlega ISCO staðalinn, en ÍSTARF byggir á þeim staðli.

 

Smelltu hér til að kaupa skýrsluna
Smelltu á myndina til að sjá
sýnishorn úr skýrslunni
 

 

Launagreining PwC er stærsta og öflugasta launaviðmið á Íslandi sem byggir á raunlaunum 14-15.000 starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.  Launagreining PwC er ekki launakönnun heldur eru laun fengin beint úr launabókhaldi fyrirtækja.  Skýr framsetning niðurstaðna birtist í upplýsingunum  um markaðslaun á Íslandi eftir starfsheitum. Hvort sem um er að ræða. meðallaun, samsetningu launa í föst laun, aukagreiðslur eða hlunnindi. Niðurstöðurnar eru aðgengilegar í skýrsluformi og í excel skjali. Þá er í boði sérgreiningar úr Launagreiningu fyrir þátttökufyrirtæki Launagreiningar til að framsetning gagnanna henti sem best þeirra þörfum.  
 

Jafnlaunaúttekt býðst fyrirtækjum og stofnunum byggt  á gögnum Launagreiningarinnar.  Fjöldi fyrirtækja hefur farið í gegnum Jafnlaunaúttekt PwC á undanförnum árum. Þau sem hafa unnið markvisst með niðurstöðurnar hafa verið að bæta árangur sinn ár frá ári. Fyrir frammúrskarandi árangur í jafnlaunaúttekt fá fyrirtæki afhent gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC. Til þessa hafa þrjú fyrirtæki hlotið gullmerkið en það eru Verkís, Landsvirkjun og Vörður tryggingar.
 

Öllum fyrirtækjum og stofnunum er frjálst að taka þátt í Launagreiningu PwC með því að leggja til launagögn og greiða þátttökugjald.
Félögum sem ekki skiluðu inn gögnum í mælinguna 2013 býðst að kaupa skýrslu Launagreiningar með eftirfarandi hætti;

a) Skýrsla án skuldbindingar um þátttöku 2014. Verð kr. 400 þ.kr. (án vsk.)
b) Skýrsla með skuldbindingu á þátttöku í Launagreiningu PwC 2014. Verð kr. 250 þ.kr. (án vsk.)

Áætlað verð á þátttöku í Launagreiningu PwC 2014 er um 150.000 kr. - auk vsk.