Markaðslaun á Íslandi 2014

Skýrsla PwC „Markaðslaun á Íslandi 2014“ er komin út. Skýrslan byggir á Launagreiningu PwC sem er stærsta og öflugasta viðmið á launum (e. benchmark) á Íslandi þar sem aflað er raungagna úr launabókhaldi fyrirtækja á íslenskum vinnumarkaði.  Fjöldi launaþega að baki niðurstöðunum í ár samsvarar tæplega 10% alls vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði.

Áreiðanleiki niðurstaðnanna er algjört  lykilatriði í skýrslunni, en hann næst með samspili góðrar þátttöku, fjölda launagagna og mikillar reynslu PwC við flokkun, vinnslu og framsetningu gagnanna. Skýrslan gefur stjórnendum mannauðsmála einstaka innsýn í kjör á vinnumarkaðnum og færir þeim góð gögn og nauðsynlegan stuðning við ákvörðun launa.

Öflug

  • Laun, aukagreiðslur og hlunnindi
  • Upplýsingar um laun 131 starfsheitis
  • Gögn yfir16 þúsund launþega

Áreiðanleg

  • Gögn beint úr launakerfum
  • Ístarf flokkun starfsheita tryggir samanburðarhæfni
  • Laun úr einkageiranum og opinberum stofnunum

Mikilvæg

  • Laun lykilstarfsfólks
  • Mótun og eftirfylgni launastefnu
  • Nýráðningar
  • Samsetning launa

Öllum fyrirtækjum og stofnunum er frjálst að taka þátt í Launagreiningu PwC með því að leggja til launagögn og greiða þátttökugjald.

Kaup á skýrslu án þátttöku
Félögum sem ekki skiluðu inn gögnum í mælinguna 2014 býðst að kaupa skýrsluna „Markaðslaun á Íslandi 2014“ með eftirfarandi hætti;
a) Skýrsla án skuldbindingar um þátttöku 2015. Verð kr. 400 þ.kr. (án vsk.)
b) Skýrsla með skuldbindingu á þátttöku í Launagreiningu PwC 2015 (gagnasöfnun haustið 2015). Verð kr. 250 þ.kr. (án vsk.).

Áætlað verð á þátttöku í Launagreiningu PwC 2015 er um 150-160 þ. kr. - auk vsk.