Launagreining PwC 2014

Áreiðanlegar upplýsingar um launamarkaðinn eru mikilvægur þáttur í rekstri og áætlanagerð fyrirtækja.

Til að halda góðu starfsfólki er brýnt að greiða því samkeppnishæf laun. Reynslan hefur sýnt að upplýsingar í skýrslu Launagreiningar PwC hafa nýst vel til mótunar launastefnu og við einstaka launaákvarðanir.

Launagreining PwC er stærsta og öflugasta launaviðmið starfsheita á Íslandi.  Á síðasta ári birtust í skýrslunni upplýsingar um laun fyrir 121 starfsheiti og hafa þau aldrei verið fleiri. Að baki þeim lágu septemberlaun hjá um 14.400 starfsmönnum sem jafngildir tæplega 9% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.

Launagreining PwC er greining septemberlauna ár hvert beint úr launabókhaldi fyrirtækja.  Þessi aðferðarfræði tryggir áreiðanleika gagnanna og hinn mikli fjöldi launafólks í könnuninni gerir þér kleift að skoða niðurstöður jafnt á breiðum grundvelli sem og að greina nánar einstök starfsheiti.

Skýr framsetning niðurstaðna. Þátttökufyrirtæki fá skýrslu með heildarniðurstöðum í desember.
Í skýrslunni eru settar fram upplýsingar um markaðslaun á Íslandi eftir starfsheitum á skýran og greinargóðan hátt. Þar sjást meðal annars meðallaun og launadreifing ásamt samsetningu launa í grunnlaun og ýmsar aukagreiðslur og hlunnindi. Þá er boðið upp á að fá niðurstöður afhentar sem flettiskrá (e. list box) í Excel skjali. Þetta gerir niðurstöðurnar afar aðgengilegar að vinna með.

Öllum fyrirtækjum er frjálst að taka þátt í Launagreiningu PwC með því að leggja til launagögn. Skráning þátttöku í Launagreiningu PwC 2014 er hafin. 

 

 

Það er okkur sönn ánægja að bjóða þér að taka þátt í Launagreiningu PwC árið 2014.

Í fyrra voru gerðar miklar breytingar á framkvæmdinni í verkefninu, bæði með upptöku ÍSTARF flokkunar á starfsheitum auk mikilla breytinga á framsetningu niðurstaðna. Þessar breytingar tókust afar vel og mæltust vel fyrir. ÍSTARF flokkunin gerir okkur kleift að greina störf nánar en áður var mögulegt sem eykur vissu á samanburði starfa á milli fyrirtækja til muna. Þá hlaut ný framsetning upplýsinga í skýrslunni frábærar viðtökur. Við ætlum því að halda óbreyttum kúrsi í ár og einbeita okkur að því að hraða vinnslu skýrslunnar eins og kostur er án þess að slá af gæðakröfum.

Þátttökugjald 2014

Þjónustuþáttur

Verð án vsk

Grunngjald (ein útprentuð skýrsla og .pdf skýrsla)

150.000 kr.

Afsláttur ef gögnum er skilað inn fyrir 20. október

-25.000 kr.

Valkvæðir þjónustuþættir:

 

Flettiskrá í Excel (starfsheiti á íslensku)

32.000 kr.

Flettiskrá í Excel (starfsheiti á ensku)

32.000 kr.

 

3ja ára skuldbindandi samningur veitir 15% afslátt af heildarþátttökugjaldi.

Skráning á þátttöku er hafin