Alþjóðlegur skattaréttur

Alþjóðlegur skattaréttur
Félög og einstaklingar, sem stunda viðskipti á alþjóðlegum vettvangi, verða að taka tilhlýðilegt tillit til mismunandi skattareglna sem gilda í viðkomandi löndum. Einnig verða einstaklingar sem flytjast búferlum að vera meðvitaðir um skattalega stöðu sína þegar slíkt ber undir. Sérfræðingar PricewaterhouseCoopers búa yfir sérþekkingu í alþjóðlegum skattarétti og bjóða uppá alþjóðlega skattaráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja sem stunda viðskipti erlendis.

Alþjóðleg skattaráðgjöf
PricewaterhouseCoopers er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki sem er stærst sinnar tegundar í heiminum. Af því leiðir að viðskiptamenn PricewaterhouseCoopers á Íslandi hafa aðgang að hæfustu sérfræðingum á sviði skattaréttar um allan heim. Lögfræðingar PwC bjóða uppá sérfræðiráðgjöf varðandi gildandi skattareglur í hinum ýmsu löndum. Þar á meðal úttekt á skattlagningu sértækra viðskipta og annarra umsvifa erlendis.

Tvísköttunarsamningar
Tvísköttunarsamningar eru samningar sem gerðir hafa verið milli tveggja eða fleiri ríkja um takmarkanir á skattlagningu. Markmið þessara samninga er að koma í veg fyrir tvískattlagningu, það er að sömu tekjur séu skattlagðar tvisvar eða af báðum ríkjunum. Það getur skipt miklu máli þegar viðskipti eru stunduð þvert á landamæri að til staðar sé tvísköttunarsamningur sem koma í veg fyrir tvískattlagningu. Sérfræðingar PwC bjóða uppá ráðgjöf varðandi beitingu og túlkun á tvísköttunarsamningum, það er hvaða samningar eru í gildi, hvert er inntak þeirra og hvernig þeir geta nýst viðskiptavinum PwC.

Skattskipulagning
Fyrir útrásarfélög sem hafa með höndum starfsemi í ýmsum löndum, getur skipt sköpum að huga vel að skattamálum við skipulagningu á starfseminni. Skattskipulagning í einstökum viðskiptum getur haft mikil áhrif hagnaðarhlutfall. Koma þar ýmis atriði til skoðunar. Má þar nefna sem dæmi fjármögnun, félagsform, eignarhald, verðlagning og gjaldfærslur. Sérfræðingar PwC bjóða uppá ráðgjöf á þessu sviði, allt frá úttekt og skoðun til skipulagningar og innleiðingar í smærri eða stærri verkefni.