Áreiðanleikakannanir

Áreiðanleikakönnun er þjónusta sem PricewaterhouseCoopers innir af hendi fyrir kaupendur félaga, seljendur þeirra eða aðra hlutaðeigandi aðila. Áreiðanleikakönnun felst í því að kanna stöðu, rekstur og önnur atriði varðandi fyrirtæki og er ætlað að varpa ljósi á stöðu þess svo að sem minnst sé á huldu þegar samningar eiga sér stað.

Hvað er áreiðanleikakönnun?
Áreiðanleikakönnun er best lýst með því takmarki sem hún stefnir að; að draga úr áhættu. Í áreiðanleikakönnunum er safnað saman á einn stað mikilsverðustu upplýsingum um fyrirtæki eða rekstrareiningar í þeim tilgangi að hjálpa stjórnendum eða kaupendum að taka upplýstar ákvarðanir um framtíð og stefnu. Í áreiðanleikakönnunum er varpað ljósi á atriði sem taka þarf á, áherslubreytingar sem gera þarf og í sumum tilfellum einfaldlega að staðfesta að hlutirnir séu í lagi.

Áreiðanleikakannanir sem unnar eru af hlutlausum aðila eru mjög upplýsandi, geta tekið til margra þátta og má skipta í nokkrar mismunandi útgáfur:

  • Lögfræðileg áreiðanleikakönnun
  • Áreiðanleikakönnun er varðar skattalega þætti
  • Fjárhagsleg áreiðanleikakönnun
Mörgum spurningum er svarað við gerð áreiðanleikakönnunar; er félagið nægilega vel tryggt, hver er skattaleg staða félagsins, fylgir félagið lögum varðandi leyfismál, eru starfsmannamál félagsins í góðum farvegi (ráðningarsamningar, skattskil o.fl.).

Einnig er litið til þess hvernig framsetning upplýsinga og gagna frá fyrirtækinu sjálfu er.

Heildstæð mynd fæst af fyrirtækinu við lestur áreiðanleikakönnunar.

Umfang áreiðanleikakönnunar
Umfang áreiðanleikakönnunar er ákvarðað með hliðsjón af væntingum og þörfum umbjóðandans hverju sinni. Tilgangur könnunar getur verið af ýmsum toga sem skilgreinist af umbjóðendum, þ.e kaupendum fyrirtækis, seljanda fyrirtækis, lánveitanda eða stjórnarmönnum svo dæmi séu nefnd.

Áreiðanleikakannanir án takmarkana taka fyrir alla þætti sem snerta rekstur og eignir/skuldir fyrirtækisins.

Í sumum tilvikum eru framkvæmdar afmarkaðar áreiðanleikakannanir þar sem einungis eru skoðaðir fyrirfram skilgreindir þættir svo sem fjárhagslegair þættir eða lögfræðilegir þættir.

Niðurstöður áreiðanleikakannana
Það er reynsla PwC að áreiðanleikakannanir séu nauðsynlegar í mörgum viðskiptum milli fyrirtækja. Oftar en ekki þurfa félög að tryggja sig gagnvart viðskiptaaðilum og með því að láta framkvæma áreiðanleikakönnun er verið að fá heildarsýn yfir fyrirtækið sem á í hlut og yfirlit yfir þau atriði sem hugsanlega mættu fara betur.

PwC hefur víðtæka reynslu af gerð áreiðanleikakannanna og býr að starfsfólki með sérhæfingu og reynslu í gerð slíkra kannanna bæði hérlendis sem erlendis.

Þættir áreiðanleikakannana
Lagaleg áreiðanleikakönnun
Ólíkir þættir koma inn í skoðun lagalegra áreiðanleikakannana. Samningar félagsins og ákvæði þeirra eru skoðuð og eru það oft stærsti þáttur lagalegra áreiðanleikakannana. Önnur atriði eru til dæmis skipulag félagsins, ágreiningsmál og starfsmannamál.

Skattaleg áreiðanleikakönnun
Megintilgangur skattalegra áreiðanleikakannana er að greina skattalega stöðu félags, þ.m.t. skattaskuldbindar og möguleg ágreiningsmál sem eru í gangi hjá skattyfirvöldum. Almennt séð eru allir skattalegir þættir sem geta haft áhrifa á rekstur viðkomandi félags skoðaðir og greindir.

Fjárhagsleg áreiðanleikakönnun
Mikilvægt er að aðilar geri sér grein fyrir því að framkvæmd fjárhagslegrar áreiðanleikakönnunar jafngildir ekki endurskoðun. Yfirleitt er um að ræða stöðukönnun miðað við síðasta uppgjör, könnun á tilvist og verðmæti eigna efnahagsreiknings, skoðun á áætlunum og þess háttar.

Hvað getur PwC gert fyrir þig ?
PricewaterhouseCoopers hf. getur aðstoðað kaupendur, seljendur og aðra hagaðila fyrirtækis við að lámarka áhættu í viðskiptum. Niðurstöður áreiðanleikakannana geta skipt sköpun fyrir aðila sem eru að gera stóra viðskiptasamninga þar sem þær tryggja að aðilar hafi nægar upplýsingar til ákvarðanatöku.

PwC hefur áralanga reynslu af framkvæmd áreiðanleikakannana og býr að reyndu og hæfu starfsliði innan skatta- og lögfræðisviðs