Beina brautin

Vantar þitt fyrirtæki aðstoð við að vinna sig út úr skuldavanda?

Beina brautin er samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

PwC tekur að sér að aðstoða fyrirtæki í samskiptum við fjármálafyrirtæki um úrlausn á grundvelli samkomulagsins.

Á hverju byggir samkomulagið?

  • Samkomulagið byggir á sameiginlegum reglum fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.
  • Þessar reglur byggja svo aftur á lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, sjá hér.
  • Samkomulagið má nálgast hér.
  • Þá hefur Samkeppniseftirlitið fyrir sitt leyti samþykkt samkomulagið.

Að samkomulaginu standa: 


Stefnt er að því að fyrir 1. júní 2011 hafi fjármálafyrirtæki lokið skoðun á fjárhagstöðu þessara fyrirtækja og gert lífvænlegum fyrirtækjum sem eru í fjárhagsvanda tilboð um úrvinnslu skulda þeirra.
 

Miðað er við að undir þetta fyrirkomulag falli lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem skuldir geta að jafnaði verið allt að 1.000 m.kr.