Félagaréttur

Skatta- og lögfræðisvið PwC sérhæfir sig m.a. í ráðgjöf á sviði félagaréttar. Um er að ræða aðstoð við túlkun á lögum sem gilda um mismunandi félagaform ásamt ráðgjöf við uppbyggingu og stjórnun félaga. Þá felur þjónustan einnig í sér frágang á nauðsynlegum skjölum við stofnun, slit, samruna og skiptingu félaga.

Ráðgjöf PwC á sviði félagaréttar er m.a. eftirfarandi:
 

 • Kynning á mismunandi félagaformum og aðstoð við val á félagaformi
 • Umsýsla í tengslum við félög
 • Stofnun, slit og samruni félaga
 • Ráðningasamningar stjórnenda og annarra starfsmanna
 • Breyting samþykkta
 • Aðstoð við hækkun/lækkun á hlutafé
 • Gerð hluthafasamninga, t.d. um skipan stjórnar, ráðningu framkvæmdastjóra, sameiginleg markmið í rekstri
 • Aðstoð við innlausn hlutabréfa
 • Breyting á rekstrarformi fyrirtækja
 • Tilkynningar til fyrirtækjaskrár um breytingar hjá félaginu og önnur umsýsla
 • Kostgæfnisathuganir (Due Diligence) á hlutafélögum og öðrum félögum
 • Kaupréttaráætlanir og einstakir kaupréttarsamningar
 • Lögfræðiráðgjöf í samningagerð auk skjalagerðar vegna hennar