Fólk og breytingar

Breytingar eru óhjákvæmilegar. Varanlegur árangur byggir í vaxandi mæli a því að fólk nái ávallt að skila sinni bestu vinnu þrátt fyrir það umrót sem felst í breytingum. Ef vel tekst til, skilar fólk sínu besta vegna breytinga - ekki þrátt fyrir breytingar!

Góð strategía, ferli og tækni eru ekki nóg til að na árangri. Það þarf líka áhugasama og hæfa starfsmenn sem vilja ná árangri. Árangur i rekstri og viðskiptum veltur ekki síst á snerpu og getunni til að breytast!

Breytingar eru ótrúlega fjölbreyttar

Þar sem breytingar eru af ýmsu tagi, virkar ekki alltaf sama aðferðin á allar breytingar. Það þarf aðferðir til að breyta og aðferðirnar þurfa að hæfa breytingunni:
 • Stundum þarf að breyta miklu og það þarf að gerast hratt þannig að starfsemin stökkbreytist á skömmum tíma
 • Á öðrum tímum þarf að leyfa hægari breytingar þannig að starfsemin þróist
 • Þegar breytingar hafa farið af stað er mikilvægt að festa inni og viðhalda breyttum starfsaðferðum
Það veltur því viðfangsefninu hvernig heppilegast er að bera sig að við breytingar. Ástæðan er sú að breytingar geta valdið óþarfa truflun. Því er gott að geta leitt breytingaverkefni af öryggi, af skýrleika og gagnsæi. Hlutverk leiðtogans er einna mikilvægast þegar kemur að breytingum.

Við getum aðstoðað þig við eftirfarandi viðfangsefni

 • Þú vilt byggja starfsemina á réttri færni og leiðtogahæfileikum til að vinna eftir viðskiptastefnunni
 • Þú vilt að stjórnendur skilji, leiði og taki ábyrgð a mannauðsmálum
 • Þú þarft að koma réttu fólki, með viðeigandi kunnáttu í rétt hlutverk - þegar á þarf að halda
 • Þú vilt tryggja árangursrík áhrif af breytingum með þátttöku starfsmanna sem vinna verkin og bjóða þeim að keyra áfram breytinguna og viðhalda henni
 • Þú vilt að menningin á vinnustaðnum sé samkeppnislegt forskot
 • Þú leitar að viðmiðum fyrir skilvirkni og árangur í mannauðsmálum
 • Þú þarft að koma á eftirliti og samvinnu til að leiða verkefni
 • Þú þarft að hvetja og fá fólk með ólíkan bakgrunn til að einbeita sér að réttu viðfangsefnunum og kappkosta yfirburði
 • Þú leitar eftir góðum aðferðum til að efla fólkið þitt í starfi
Hafðu samband við stjórnunarráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar.