Húsaleigukönnun atvinnuhúsnæðis

Húsaleigukönnun atvinnuhúsnæðis nýtist bæði leigutökum og leigusölum við gerð leigusamninga og endurnýjun þeirra.

Skýrsla með niðurstöðum Húsaleigukönnunar atvinnuhúsnæðis segir til um hvert leiguverðið er í þeim mánuði sem skýrslan er gefin út.

Húsaleigukönnun atvinnuhúsnæðis er ætlað að varpa ljósi á stöðu leigumarkaðar atvinnuhúsnæðis eftir markaðssvæðum og eftir tegundum húsnæðis.

Allir sem leggja til gögn fá helstu niðurstöður Húsaleigukönnunar atvinnuhúsnæðis sendar til sín að kostnaðarlausu.

Forsaga
Síðan 1994 hefur verið framkvæmd árleg rannsókn á leiguverði atvinnuhúsnæðis á helstu markaðssvæðum á Íslandi.  Lengst af hafa rannsóknirnar verið í höndum PricewaterhouseCoopers, en voru framkvæmdar af ParX árin 2003-2009.

Markaðssvæði
Húsaleigukönnun atvinnuhúsnæðis byggir á leigusamningum á 9 markaðssvæðum.
• 8 svæðum á höfuðborgarsvæðinu
• Akureyri

Tegundir leigurýma
Gerð er grein fyrir leiguverði eftir þremur tegundum leigurýma.  Ræðst tegund leigurýma eftir starfsemi, en henni er skipt í þrennt.
• Verslun og þjónusta
• Skrifstofa
• Iðnaður og framleiðsla

Þátttaka
Bæði leigutakar og leigusalar eru hvattir til að taka þátt með því að senda upplýsingar um húsaleigusamninga þeirra.  Með því eru þeir orðnir þátttakendur í rannsóknum PwC á leigumarkaði atvinnuhúsnæðis. Allir sem leggja til gögn fá helstu niðurstöður Húsaleigukönnunar atvinnuhúsnæðis sendar til sín sér að kostnaðarlausu og býðst ennfremur að kaupa skýrsluna í heild á lægra verði.

Niðurstöður
Niðurstöður eru settar fram í skýrslu.  Í skýrslunni eru niðurstöður sýndar í töflum og myndum fyrir hverja tegund húsnæðis og eftir markaðssvæðum.

Útgáfa
Húsaleigukönnun atvinnuhúsnæðis er gefin út í stóru upplagi í júnímánuði ár hvert.  Einnig er hægt að panta skýrslu allt árið um kring og inniheldur hún ávallt nýjustu upplýsingarnar um leigumarkaðinn.  Skýrslan stendur öllum til boða.