Innri endurskoðun og áhættustýring

Innri endurskoðun

Innri endurskoðun er starfsemi sem veitir óháða og hlutlæga staðfestingu og ráðgjöf sem ætlað er að vera virðisaukandi og bæta rekstur.  Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, innra eftirlits og stjórnarhátta með kerfisbundnum og öguðum vinnubrögðum og styður þannig viðskiptavininn í því að ná markmiðum sínum. 

Innri endurskoðun gegnir lykilhlutverki í því að hjálpa fyrirtæki þínu að ná settum markmiðum innan þess áhættuvilja sem skilgreint hefur verið að stjórn og stjórnendum þess.  

PwC hefur mætt þessum kröfum með því að bjóða viðskiptavinum sínum þjónustu á sviði áhættumiðaðrar innri endurskoðunar. Þjónustunni er meðal annars ætlað að veita stjórn og stjórnendum stuðning vegna lögbundins eftirlitshlutverks þeirra og að styðja við störf endurskoðunarnefnda og ytri endurskoðenda. Innri endurskoðun nær til allra félaga hverju nafni sem þau nefnast óháð því hvort um er að ræða lagakröfu eða ekki.

Eitt af grunnmarkmiðum okkar hjá PwC er að veita skilvirka innri endurskoðun og vera stöðugt að leita að tækifærum til að gera betur.

Fyrir þig þýðir þetta að við leggjum okkur fram um að tryggja að þú sért ávallt vel upplýst/ur og ánægð/ur með þjónustuna.

 

Útfærsla af þjónustu PwC á sviði innri endurskoðunar:

  • PwC tekur að sér innri endurskoðun að öllu leyti eða að hluta.
  • PwC útvegar innri endurskoðunardeildum viðskiptavina sinna sérhæfða starfsmenn til lengri tíma eða styttri.
  • PwC veitir ráðgefandi þjónustu á sviði innri endurskoðunar svo sem við innleiðingu á innri endurskoðun, uppsetningu upplýsingakerfa sem styðja við hana, þróun áhættustýringar og ráðgjöf við aðferðafræði og þjálfun.
Auga á konu
Karl að vinna á lager

Áhættustýring

Viðskiptaumhverfi dagsins í dag verður sífellt flóknara og það felur í sér nýjar áskoranir og aukna áhættu en um leið opnast áður óþekkt ónýtt tækifæri. 

Eins og Covid hefur sýnt fram á er áhætta sem einu sinni virtist fjarlæg og ósennileg orðin að veruleika. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera á tánum og „búast við því óvænta“ t.d. gjörbreyttu viðskiptaumhverfi, nýjum lögum og reglum. Þetta kallar á fyrirbyggjandi nálgun og virka áhættustýringu til að vera viðbúin að mæta breytingum.

Eftirlitskerfi sem felur í sér skilvirka áhættustýringu og innra eftirlit er lykillinn að því að geta brugðist hratt við breytingum og tryggja samkeppnisforskot. 

PwC hefur á að skipa sérfræðingum með þverfaglega þekkingu á sviði áhættustjórnunar. Við greinum helstu fjárhagslegu áhættuþætti og setjum upp innri ferla sem lágmarka áhættu og stuðla að tímanlegum viðbrögðum. 

Við aðstoðum þig við að skynja áhættu, meta hana og stýra, svo þú getir verið í fararbroddi breytinga. Með því stöndum við vörð um verðmæti reksturs þíns. 

Neðangreind mynd lýsir ferli þjónustu í áhættustýringu PwC.

Helstu þættir þjónustu PwC á sviði áhættustýringar eru:

  • Úttekt á skipulagi og virkni áhættustýringar.
  • Aðstoð við skjölun á áhættustefnu og áhættureglum. 
  • Aðstoð við innleiðingu á heildstæðri áhættustýringu.
  • Aðstoð við áhættunefndir, svo sem við gerð starfsreglna og innleiðingu starfa áhættunefnda auk úttekta á skipulagi og virkni nefndarinnar. 
  • Aðstoð við áhættustjóra fyrirtækja við að skipulag innra starf áhættustýringar eða aðstoð við einstakar úttektir.
  • PwC veitir ýmis konar ráðgjöf sem tengist áhættustýringu fyrirtækja og aðstoð við uppsetningu upplýsingakerfa sem styðja við hana, þróun hennar og ráðgjöf við aðferðafræði og þjálfun. 

Innra eftirlit

Innra eftirliti er ætlað að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að hafa stjórn á rekstri þeirra. Tilgangur innra eftirlits er að veita upplýsingar um framvindu og stöðu fyrirtækisins gagnvart markmiðum sínum er varða;

  • Árangur og skilvirkni í starfseminni
  • Áreiðanleika fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga
  • Hlítni við lög og reglur

Innra eftirlit er samtvinnað eðlilegri starfsemi fyrirtækisins og hluti af starfsháttum þess. Henni er ætlað að stuðla að því að settum markmiðum sé náð og er skipt í fimm meginþætti sem ná til allrar starfsemis fyrirtækisins.

  1. Eftirlitsumhverfið: Sterkt eftirlitsumhverfi er grunnur af góðum rekstri. Því sterkara sem eftirlitsumhverfið er því meiri áhættu geta stjórn og stjórnendur tekið án þess að það hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar.
  2. Áhættumat: Til að ná árangri í rekstri er mikilvægt að markmið séu skýr og að öllum, sem koma með einhverjum hætti að innra eftirliti, sé ljós hver þau eru.
  3. Eftirlitsaðgerðir: Þeim er ætlað að bregðast við tiltekinni áhættu sem gæti komið í veg fyrir að sett markmið náist. Eftirlitsaðgerðir eru að finna hvarvetna í starfseminni, á öllum stigum og innan allra verkferla þ.m.t. allrar tölvuvinnslu.
  4. Upplýsingar og samskipti: Þær eru grundvöllur af góðri ákvarðanatöku og því mikilvægur þáttur innra eftirlits sem styður fyrirtækið í því að ná markmiðum sínum.
  5. Stjórnendavöktun: Virk vöktun stjórnenda með innra eftirliti er mikilvæg. Stöðugt mat og/eða sérstakar úttektir þurfa að vera til staðar til að tryggja að sérhver af fimm meginþáttum innra eftirlits sé til staðar og virki sem skyldi.

PwC býður fyrirtækjum aðstoð við athugun á innra eftirliti með því meðal annars að:

  • Meta áhættu sem gæti ógnað markmiðum fyrirtækisins
  • Úttekt á skipulagi og virkni innra eftirlits
  • Aðstoð við skjölun á reglum, ferlum og vinnulýsingum
  • Setja upp nauðsynlegar eftirlitsaðgerðir sem falla að störfum í fyrirtækinu
  • Meta eftirlitsumhverfi
  • Greina þörf fyrir upplýsingar og meta áreiðanleika þeirra
  • Koma á stjórnendaeftirliti

 

PwC býður einnig þjónustu á sviði innri endurskoðunar sem felst í reglubundinni úttekt á stöðu og virkni innra eftirlits fyrir stjórn fyrirtækis.

 

Fyrir ofan lager geymslu
Fjallgarður á sólarupprás

Innri úttektir

Sem hluta af áhættustýringu og innra eftirlit bíður PwC upp á ýmsar sérhæfðar úttektir svo sem: 

  1. Gæðaúttektir

  2. Frammistöðuúttektir

  3. Hlítingarúttektir

  4. Úttektir á eftirlitskerfum

  5. Sviksemisrannsóknir

  6. Úttektir á tilhögun aðgerða vegna peningaþvættis

  7. Úttektir á skipulag og virkni persónuverndar

 

Fylgstu með okkur

Contact us

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 840 5387

Arna Tryggvadóttir

Arna Tryggvadóttir

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 550 5235

Hide