Launavinnsla PwC

Breytingar á kjarasamningum og tíðar breytingar á lögum og reglum sem tengjast launum starfsmanna geta verið flóknar og krefjast oft tímafrekrar vinnu lykilstarfsfólks. Með úthýsingu launavinnslu til okkar færð þú aðgang að sérhæfðri þekkingu og reynslu starfsmanna okkar og getur einbeitt þér að því sem skiptir meira máli í fyrirtækjarekstri þínum.

Launamál eru oft með viðkvæmustu þáttum fyrirtækjarekstrar. Með úthýsingu launavinnslu til okkar er aðgangur starfsmanna þinna að þessum viðkvæmu upplýsingum takmarkaður. Með samstarfi við okkur er kostnaður við launavinnslu þekktur, því PwC getur gert föst tilboð í launavinnslu sem byggja á fjölda starfsmanna.