Mannauður í alþjóðlegu umhverfi

Skatta- og lögfræðisvið PwC hefur á að skipa reyndum sérfræðingum þegar kemur að skattlagningu einstaklinga, tryggingamálum þeirra, hlunnindum og eftirlaunum.

Það reynir oft á samspil íslenskra skattareglna, tvísköttunarsamninga og skattlagningarreglna annarra landa er starfsmaður fyrirtækis þarf að dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma á vegum fyrirtækis. Starfsmenn PwC búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á lögfræði og skattaumsýslu vegna dvalar og búsetu erlendra starfsmanna hér á landi og eins þegar íslenskir starfsmenn taka sér búsetu erlendis.

Það reynir á marga þætti sem mikilvægt er að hafa vald á til þess að fyrirtæki, sem ræður til sín erlenda starfsmenn eða sendir innlenda starfsmenn sína til starfa í öðru landi, geti fundið hagkvæmustu lausnina – bæði út frá viðskiptahagsmunum þess sem og fjárhagslegum – um leið og starfsmanninum er tryggt félagslegt og skattalegt öryggi.

Ráðgjöf PwC á alþjóðasviði er m.a. eftirfarandi:

  • Skattaráðgjöf þegar starfsmenn koma hingað til lands til að vinna á vegum fyrirtækis eða eru sendir til annarra landa
  • Ráðgjöf og umsýsla í tengslum við dvalar- og atvinnuleyfi
  • Ráðgjöf og öflun skattkorta og kennitölu eða trygginganúmers
  • Ráðgjöf í tengslum við eftirlaun- og/eða lífeyri
  • Kaupréttarsamningar, bónusgreiðslur og starfstengd hlunnindi
  • Ráðningarsamningar og útfærsla á efni slíkra samninga
  • Öll umsýsla og samskipti við skattayfirvöld
  • Félagslegar tryggingar og E101 vottorð