Námskeið PwC

Námskeið um reiknað endurgjald, úttektir eigenda og breytingar á ökutækjastyrk

Tími: Þriðjudaginn 25.febrúar. Kl. 8:45-10:00
Staðsetning: PwC Skógarhlíð 12
Leiðbeinandi: Jón Ingi Ingibergsson, lögfræðingur á Skatta- og lögfræðisviði PwC
Annað: Boðið verður upp á léttan morgunverð áður en námskeið hefst, milli 8:45-9:00

Lýsing:
Á námskeiðinu verður farið yfir reglur um reiknað endurgjald, úttektir eigenda auk þess sem lítillega verður farið yfir breytingar varðandi ökutækjastyrk.
Aðgangur er ókeypis, en vegna sætafjölda biðjum við þig vinsamlegast að skrá þig hér eigi síðar en á hádegi mánudaginn 24.2. 

----

Gögn af námskeiðinu má sjá hér.
 Námskeið um félagaform og ábyrgð hluthafa og stjórnenda í ehf. og hf.

Tími: Fimmtudaginn 30.janúar. Kl. 9:00-10:00
Staðsetning: PwC Skógarhlíð 12
Annað: Boðið verður upp á léttan morgunverð
Aðgangur ókeypis

Lýsing:
Námskeiðinu verður skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta námskeiðisins verður lýst helstu einkennum einkahlutafélaga, hlutafélaga, sameignarfélaga, samlagsfélaga og samlagshlutafélaga. Í síðari hluta námskeiðsins verður fjallað um ábyrgð hluthafa og stjórnenda einkahlutafélaga og hlutafélaga og farið yfir nýlega dóma.

----

Gögn af námskeiðinu má sjá hér.