Ríkisstofnanir/Public Sector

PwC hf. býður upp á margþátta þjónustu til opinberra stofnanna. Við höfum unnið að fjölbreyttum verkefnum í samstarfi við opinberar stofnanir og búum að yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á uppbyggingu opinbera geirans, vinnulagsreglum, skipulagi og þeim áskorunum sem ríkisstofnanir standa jafnan frammi fyrir.

Sem óháður aðili með yfirgripsmikla sérfræðiþekkingu erum við vel í stakk búin að taka að okkur verkefni sem auðvelda stjórnvöldum á hverjum tíma að ná markmiðum sínum, s.s. að einfalda og nútímavæða stjórnsýsluna og bæta opinbera þjónustu. Við búum að hæfu og reynslumiklu fólki sem veitir meðal annars:
 

  • Sérfræðiráðgjöf varðandi notkun upplýsingatækni við að bæta opinbera þjónustu og auðvelda samskipti milli stjórnvalda og almennings.
  • Ráðgjöf við innleiðingu opinberra stefna og eftirfylgni.
  • Ráðgjöf varðandi endurskipulaggningu opinberra stofnana til að ná fram meiri skilvirkni og draga úr kostnaði.
  • Sérfræðiráðgjöf varðandi stofnanir Evrópusambandsins og vinnuferla þess.
  • Ráðgjöf við að bæta verkferli til að ná fram auknu gagnsæi, skilvirkni og viðeigandi forgangsröðun.
  • Sérfræðiráðgjöf á innra eftirliti.
  • Sérfræðiráðgjöf á sviði fjármála.

Það er einnig mjög mikilvægt fyrir opinberar stofnanir að kanna nýjar leiðir við að veita opinbera þjónustu til þegna sinna, skapa sjálfbærar stofnanir og stuðla að hagkvæmni. Samstarf einka- og opinbera geirans getur boðið upp á ný tækifæri fyrir ríkisstofnanir. Hluti af okkar þjónustu til opinberra stofnana er að starfa sem óháður ráðgjafi við að finna rétta samstarfsaðilann, nýjar leiðir við að fjármagna verkefni og ná fram jákvæðum niðurstöðum fyrir alla aðila.