Samfélagsleg ábyrgð

Hver er kjarninn í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja?

Samfélagsleg ábyrgð hefur þróast talsvert hjá fyrirtækjum. Upprunalega fólst ábyrgðin í því að taka þátt í samfélagslegum verkefnum og styrkja mannúðarsamtök og íþróttafélög. Einnig fólst samfélagsleg ábyrgð í þátttöku fyrirtækja í einstökum átaksverkefnum í þágu almennings, oft vegna neyðar í fjarlægum löndum.

Þátttaka fyrirtækja í mannúðarverkefnum og þjóðþrifamálum er vissulega enn í fullu gildi. En núna þýðir samfélagsleg ábyrgð meira. Hún er víðtækari. Að sýna samfélagslega ábyrgð er að leggja meira af mörkum en lögin segja til um. Fyrirtæki starfa seftir miklum fjölda af lögum sem skilgreina hvað þau mega og eiga að gera.

Ábyrgð fyrirtækja á samfélaginu

Efnahagsleg ábyrgð
Samfélagið treystir fyrirtækjum til að framleiða vöru og þjónustu sem viðskiptavini vantar eða langar í og fást á sanngjörnu verði

Lagaleg ábyrgð
Gagnvart þeim lögum sem skilgreina samkeppni á markaði

Siðferðileg ábyrgð
Gagnvart væntingum um að fyrirtæki muni gera meira en lögin ætlast til, við að gæta sanngirni og réttsyni i aðgerðum sínum

Valkvæð ábyrgð
Fyrirtæki velur að sýna í verki að það sé góður borgari

Eiga fyrirtæki að hugsa um samfélagslega ábyrgð?

Fyrir tíma samfélagslegrar ábyrgðar báru fyrirtæki fyrst og fremst ábyrgð gagnvart eigendum sínum en þó eru alltaf bornar væntingar til þess að fyrirtæki komi fram af ábyrgð, einhvers konar ábyrgð, gagnvart samfélaginu. Augljóslega ber fyrirtækjum að fara að lögum um vinnuvernd, neytendavernd, umhverfið og hönnun vöru. Á sama tíma er til ætlast að fyrirtæki séu arðsöm, skilvirk og vinni að hagsmunum eigenda.

Við getum aðstoðað við undirbúning og hugmyndaríka innleiðingu samfélagslegrar ábyrgðar

Samfélagsleg ábyrgð er þegar fyrirtæki gera meira en lögin ætlast til af þeim. Aðgerðir fyrirtækja eru alltaf komnar frá einstaklingum og hópum sem vinna innan þeirra og þar af leiðandi geta stjórnir fyrirtækja valið að nýta sér hugsjónir samfélagslegrar ábyrgðar meðal stjórnenda og starfsmanna. En þetta gerist þó ekki án þess að innviðir félagsins og menning þess styðji við slíka viðleitni.

Hafðu samband við stjórnunarráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar.