Samstarf opinbera- og einkageirans

Við vinnum með opinbera geiranum við að móta stefnur og raunhæfar áætlanir í samstarfi við einkageirann. Við samrýmum þörf utanaðkomandi fjárfesta sem vilja ná hagnaði á fjárfestingu sinni, við þörf stjórnvalda sem þurfa að standa undir kröfum um pólitískt og fjármálalegt gagnsæi, skilvirkni og sjálfbærni. Sem óháður ráðgjafi, náum við fram samkeppnishæfum verktilboðum.

Það er okkar starf að skilja, veita ráðgjöf og leysa hið margslungna ferli fjármála, stefnumótunar og viðskiptafærslna er kemur að samstarfi milli einka- og opinbera geirans. Við veitum ráðgjöf varðandi fjármögnunarleiðir verkefna eða val á rétta samstarfsaðilanum, sem og ráðgjöf og aðstoð við margvísleg verkefni, s.s. við vegagerð og bættar samgöngur, byggingu fasteigna, uppbyggingu skóla, úrræði fyrir sjúkrahús eða nýjar lausnir fyrir opinberar stofnanir í þörf fyrir aukið fjármagn.

Reynsla okkar hérlendis og á alþjóðavísu gerir okkur fært að nálgast viðfangsefnin á heildsteyptan hátt og móta heildrænar stefnur og markmið eftir þörfum viðskiptavina okkar. Við veitum áreiðanlega ráðgjöf sem býður upp á nýjar lausnir við gömlum vandamálum.

Við veitum einkaaðilum einnig ráðgjöf um hvernig best er að haga sínum viðskiptum við opinbera geirann og hvernig best er að bera sig eftir lánsfjármagni frá bæði alþjóðlegum og staðbundnum sjóðum.