Skattaráðgjöf

Skattaráðgjöf og samskipti við skattyfirvöld

Skatta- og lögfræðisvið PwC býður viðskiptavinum sínum margvíslega þjónustu á sviði skattaréttar og aðstoðar með úrlausn hvers konar skattalegra álitaefna sem kunna að koma upp í daglegu lífi og störfum manna.

PwC á Íslandi er aðili að alþjóðaneti PwC, en PwC starfrækir 776 skrifstofur í 157 löndum.

Við veitum íslenskum og erlendum einstaklingum og lögaðilum almenna ráðgjöf varðandi skatta, skattlagningu og réttindi þeirra og skyldur á Íslandi. Við aðstoðum einnig skattaðila við alla málsmeðferð fyrir skattyfirvöldum, svo sem að svara fyrirspurnum ríkisskattstjóra, óska eftir bindandi áliti ríkisskattstjóra og að kæra úrskurði ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. Þá önnumst við öll önnur samskipti við skattyfirvöld.

Við veitum ráðgjöf í tengslum við öll skattamál einstaklinga og lögaðila, þ.m.t. vegna álitaefna er varða:

 • Tekjuskatt
 • Virðisaukaskatt
 • Auðlegðarskatt
 • Fjármagnstekjuskatt
 • Fjárfestingar innan lands og erlendis
 • Framtalsgerð
 • Fyrirspurnir, boðanir og úrskurði ríkisskattstjóra
 • Gjaldeyrishöft
 • Kærur til yfirskattanefndar
 • Umsýslu vegna erlendra starfsmanna
 • Umsýslu vegna starfa erlendis
 • Sifja- og erfðamál
 • Skattlagningu söluhagnaðar
 • Skattlagningu dánarbúa o.fl.
Skattaráðgjöf

Contact us

Friðgeir Sigurðsson
Framkvæmdastjóri
Sími 550 5366
Hafðu samband

Jóhanna Á Jónsdóttir
Sviðsstjóri, Skatta- og lögfræðiráðgjöf
Sími 550 5356
Hafðu samband

Fylgstu með okkur