Skattaráðgjöf

Einn þáttur í þjónustu PwC er skattaráðgjöf til einstaklinga og lögaðila. Skattaráðgjöf felur meðal annars í sér samskipti við skattyfirvöld, skattaleg álitamál vegna erfða, tvísköttunarmál, félagarétt og skattalega meðferð söluhagnaðar.

Samskipti við skattyfirvöld
PwC veitir íslenskum og erlendum einstaklingum og lögaðilum almenna ráðgjöf varðandi skatta, skattlagningu og réttindi þeirra og skyldur á Íslandi. Við svörum fyrirspurnum skattstjóra, kærum úrskurði skattstjóra og önnumst öll önnur samskipti við skattyfirvöld.

Erfðamál
Skatta- og lögfræðiráðgjöf PwC svarar álitamálum vegna skattlagningar á dánarbúum sem og á arfi. Þá tekur skatta- og lögfræðiráðgjöf að sér að ljúka skiptum á dánarbúum sem sæta einkaskiptum, þ.e. afla nauðsynlegra gagna vegna eigna og skulda dánarbúsins, gera erfðafjárskýrslu og ljúka skiptum hjá sýslumanni.

Tvísköttunarmál fyrir fyrirtæki og einstaklinga
Áður en ráðist er í fjárfestingar erlendis er mikilvægt að kanna hvernig skattlagningu þar er háttað. Starfsmenn skatta- og lögfræðiráðgjafar búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á tvísköttunarsamningum og hafa víðtæka reynslu af skattaskipulagningu vegna fjárfestinga íslenskra aðila erlendis eða fjárfestinga erlendra aðila á Íslandi. PwC á Íslandi er aðili að alþjóðaneti PwC sem starfar í 150 löndum og er með skrifstofur í 766 borgum.

Félagaréttur
Starfsmenn skatta- og lögfræðiráðgjafar veita ráðgjöf og þjónustu um val á félagaformi, stofnun fyrirtækja, hækkun og lækkun hlutafjár, skiptingu, samruna og slit félaga, breytingu samþykkta, gerð hluthafasamninga og gerð kaupréttarsamninga.

Skattaleg meðferð söluhagnaðar
Mismunandi reglur gilda um skattlagningu söluhagnaðar eftir því um hvaða eignir er að ræða og hver skattaðilinn er. Sérstakar reglur gilda um frestun eða dreifingu söluhagnaðar og veita starfsmenn Skatta- og lögfræðiráðgjafar aðilum sérfræðiráðgjöf um lágmörkun skattlagningar innan marka skattalaga.