Skipulagning

Skipulagið þarf að vera hraðvirkt en áreiðanlegt, framsýnt en stöðugt, hugmyndaríkt en raunsætt.

  • Hvernig er hægt að skipuleggja þannig að fólk langi til að skila betri árangri?
  • Hvert er hlutverk skipulags við að framkvæma stefnumótandi forgangsatriði?

Verkefni stjórnenda er að leiða árangursríkt starf. Verkefnið er vandasamt því skipulagið þarf að vera hraðvirkt en áreiðanlegt, framsýnt en stöðugt, hugmyndaríkt en raunsætt. Ekkert skipulag virkar án fólksins sem þarf að vilja ná árangri. Skipulagið þarf að hlúa að hugmyndaauðgi og framkvæmd hugmynda.

Við getum aðstoðað þig

Greiningar

Þegar þú vilt auka árangur með því að nýta gögn og upplýsingar sem eru til taks innan félagsins til að taka betri ákvarðarnir. Við aðstoðum þig með aðferðir, gagnaöflun og greiningar innan félagsins og utan til að leita tækifæra, eða til að leysa vanda.

Hönnun skipulags

Skipurit er ekki bara línur og kassar utan um fólk. Vel hugsað skipulag hefur greinileg tengsl við stefnu félagsins og sýnir kjarnann í ferlum þess. Skipulagið sýnir flæðið sem tengir saman vörur og þjónustu við ánægða viðskiptavini og þar með varanlegan árangur og tekjumyndun.

Aukinn árangur
Þegar þig langar að efla árangur getum við aðstoðað. Aukinn árangur getur þýtt margt og hefur mismunandi mikil áhrif á starfsemina. Stundum þarf að efla tekjustraumana og vaxa, á öðrum stundum þarf að lækka kostnað sem hvort tveggja getur gerst með breyttu skipulagi. En á stundum þarf djúpstæðar breytingar þannig að viðskiptamódel taki breytingum og stefnan tekinn að nýju.

Hafðu samband við stjórnunarráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar.