Stefnumótun

Það er ekki góð strategía að vona

Þau eru ólík málefnin sem taka þarf strategískt á  í samvinnu við öflugan, óháðan bakhjarl

 • Þú vilt aðstoð við greiningu og rannsóknir á viðskiptaumhverfinu
 • Þú vilt fá óháð og hlutlaust mat á þeirri stefnu sem þú stjórnar eftir, þar með talið á því hvort starfsemin inniheldur rétt sambland af einingum
 • Þú vilt aukna yfirsýn og skilning á fjárhagslegum og efnahagslegum áhrifum af fjárfestingum eða sölu á rekstrareiningum
 • Þú vilt finna og nýta tækifæri til að nýta eignir félagsins á hagkvæman hátt, ásamt því að stýra áhættu og kostnaði til að auka verðmæti félagsins
 • Þú vilt tryggja að nýjar einingar og viðbætur við félagið falli að starfsemi þess á stystum mögulegum tíma
 • Þú villt geta nýtt sem best kjarnahæfni fyrirtækisins til sóknar á sama tíma og þú byggir upp getu rekstrarins til að takast á við áskoranir á síbreytilegum markaði
 • Við höfum mikla þekkingu á atvinnugreinum og byggjum stefnu-mótunina á nauðsynlegri greiningu eins og markaðsgreiningu, efnahagslegri greiningu og fjárhagslegri greiningu.

Við getum aðstoðað þig

Okkar þekking og aðferðir eiga að nýtast þér vel, vera mikilvægur liður í því að þú náir viðskiptalegum markmiðum. Viðfangsefnin eru viðskiptastefna, markaðsstefna, mannauðsstefna, áhættugreining, verðmat vegna hugsanlegra kaupa á rekstrareiningum.

Við getum veitt þér eftirfarandi þjónustu:

 • Sérfræðingar okkar kunna djúp skil á viðfangsefnum rekstrar og stjórnunar. Kunnáttan nýtist þér til að marka stefnu með fumlausu og skapandi verklagi
 • Við hjálpum þér við að greina möguleika, rökræða möguleikana og undirbúa ákvarðanir um val á tækifærum
 • Við aðstoðum þig við dýpri skilning á viðskiptavinum þínum og því hvernig viðskiptavinir þínir upplifa þjónustuna eða vöruna sem þú býður
 • Sérfræðingar okkar beita skörpum greiningum til að meta áhættu og verðmæti sem felast í ólíkum stefnumótandi kostum sem þú hefur um að velja
 • Við aðstoðum þig við að gera áætlanir til að mæta áhættu og því sem ógnar þinni starfsemi, þannig að áhættustjórnun verði óaðskiljanlegur þáttur í daglegu amstri innan félagsins
 • Við munum vinna með þér sem eitt teymi og nýtum kunnáttu íslenskra og alþjóðlegra ráðgjafa sem hafa djúpa sérþekkingu á þinni atvinnugrein

Hafðu samband við stjórnunarráðgjafa okkar til að fa nánari upplýsingar.