Stjórnarhættir fyrirtækja


Einn af lykilþjónustuþáttum Fyrirtækjaráðgjafar PricewaterhouseCoopers er að veita fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og stuðning við að bæta stjórnarhætti sína. Enn mikilvægara er en áður að fyrirtæki tileinki sér góða stjórnarhætti þar sem kröfur hafa aukist um gagnsæi og upplýsingagjöf og meiri athygli hefur beinst að ábyrgð og hlutverki stjórnarmanna.

Við hjá PwC setjum góða stjórnarhætti fram í sex meginþáttum sem orka hver á annan. Samspil þessara sex þátta skapa svo heildarmynd góðra stjórnarhátta PricewaterhouseCoopers. Fyrirtæki geta einbeitt sér sérstaklega að einum þætti fremur en öðrum, t.d. áhættustjórnun eða að bættum starfsháttum stjórnar. Ráðgjöf okkar er sérsniðin að hverjum viðskiptavini og unnin í nánu samstarfi við stjórnendur.

Þættirnir sex eru:

Kostir þess að koma á góðum stjórnarháttum er m.a. betri upplýsingagjöf til og frá stjórn. Markmiðið er einnig að stjórnendur tileinki sér fastmótuð vinnubrögð sem verður til þess að fyrirtækinu verður betur stjórnað, því fylgir að ímynd og markaðssetning styrkist og traust skapast á fyrirtækisins hjá hluthöfum og öðrum hagaðilum. Einnig eykst áhugi fjárfesta á fyrirtækinu sem fjárfestingakosti.

Orðspor fyrirtækis og ímynd styrkist ekki einungis út á við heldur einnig inn á við. Þannig eykst starfsánægja innan fyrirtækis, minni líkur eru á því að það missi lykilstarfsmenn úr starfi og það verður eftirsóttara á atvinnumarkaðnum. Að sama skapi getur neikvæð ímynd stjórnar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir reksturinn. Neikvæð ímynd getur ollið því að fjárfestar fjárfesta síður í fyrirtækinu, fyrirtækið er í hættu á að missa lykilstarfsmenn og tapa viðskiptum.

Hvað getur PwC gert fyrir þig
Ráðgjöf PwC felur í sér að aðstoða stjórnir og framkvæmdastjórnir við að setja starfsreglur og leggja mat á skilvirkni, innleiða öfluga upplýsingagjöf og gagnsæi, mynda skýrar stefnur og áætlanir sem eru í samhengi við rekstur fyrirtækis og umhverfi þess, að greina áhættu og bregðast við henni, nýta þau tækifæri sem bjóðast og taka samfélagslega ábyrgð á hagsýnan og jafnvel arðbæran hátt. PricewaterhouseCoopers leggur áherslu á langtímamarkmið þar sem fyrirtækjum eru tryggðir góðir stjórnarhættir, sjálfbærni og þróun. Góðir stjórnarhættir skipta sköpum fyrir velgengni fyrirtækja og auka verðmæti þeirra. Við bjóðum upp á margvíslega þjónustu er stuðlar að jákvæðri þróun og velgengni fyrirtækis.
 • Mat á skipulagi og störfum stjórnar
 • Þjálfun og leiðbeiningar til stjórnar og framkvæmdastjórnar
 • Gerum grein fyrir hlutverki og ábyrgð stjórnarmanna
 • Mat á upplýsingagjöf innan fyrirtækis og stjórnar og leiðir til umbóta
 • Ráðgjöf við gerð og innleiðingu verklagsreglna
 • Ráðgjöf við myndun undirnefnda stjórnar og skipulag starfa þeirra
 • Ráðgjöf við gerð siðareglna stjórnar / fyrirtækis
 • Ráðgjöf við leiðir til árangursmats
 • Mat á stefnu fyrirtækis og ráðgjöf við stefnumótun og áætlanagerð
 • Úttekt á áhættuþáttum og ráðgjöf við áhættumat og áhættustýringu
 • Ráðgjöf við innra eftirlit og innri endurskoðun
 • Ráðgjöf við reikningsskil
 • Ráðgjöf við gerð skilvirkrar og hagkvæmrar áætlunar um samfélagsábyrgð