Virðisaukaskattur

Skatta- og lögfræðisvið PwC býr yfir sérþekkingu á sviði virðisaukaskatts.

Eftirfarandi ráðgjöf er í boði:

Almenn ráðgjöf varðandi virðisaukaskatt
PwC býður upp á almenna ráðgjöf í tengslum við bæði íslenskan og erlendan virðisaukaskatt. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli þekkingu og víðtækri reynslu á þessu sviði og getur aðstoðað bæði einstaklinga og fyrirtæki.

Skráning/afskráning á virðisaukaskattskrá
PwC aðstoðar eintaklinga og lögaðila við skráningu og afskráningu á virðisaukaskattsskrá. Á það við um almenna skráningu, tímabundna skráningu, sértæka skráningu og samskráningu fyrirtækja.

Umsjón með skilum á virðisaukaskattskýrslum og samskipti við skattyfirvöld
PwC sér um skil á virðisaukaskattskýrslum fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem þess óska ásamt því að eiga í samskiptum við skattyfirvöld þegar þess þarf. Á þetta við um íslenskan markað sem og á alþjóðavettvangi.

Umsýsla fyrir erlend fyrirtæki vegna virðisaukaskatts á Íslandi
PwC tekur að sér umsýslu fyrir erlend fyrirtæki vegna virðisaukaskatts á Íslandi, hvort sem það eru erlend fyrirtæki sem aðeins kaupa vörur eða þjónustu hér á landi eða erlend fyrirtæki sem selja vörur eða veita þjónustu á Íslandi. PwC aðstoðar t.d. erlend fyrirtæki við að fá endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau hafa greitt hér á landi vegna kaupa á vörum og þjónustu til atvinnustarfsemi sinnar. Skilyrði fyrir því að erlend fyrirtæki geti fengið endurgreiddan virðisaukaskatt eru:

  • Að virðisaukaskatturinn varði atvinnustarfsemi sem aðili rekur erlendis
  • Að starfsemi hins erlenda fyrirtækis sé skráningarskyld samkvæmt lögum um virðisaukaskatt ef hún er rekin hér á landi
  • Að um sé að ræða virðisaukaskatt sem skráður aðili hér á landi gæti talið til innskatts

Umboðsmaður erlendra fyrirtækja á virðisaukaskattsskrá
PwC tekur að sér að vera umboðsmaður fyrir erlend fyrirtæki og sér þá um skráningu á virðisaukaskattsskrá ásamt skilum á virðisaukaskattskýrslum og sér um öll samskipti við skattyfirvöld. Skráningar- og skattskylda erlendra fyrirtækja sem eru með skattskylda starfsemi hér á landi er í höndum umboðsmanns eða annars innlends aðila sem er í fyrirsvari fyrir fyrirtækið.