90 ára afmæli PwC á Íslandi

Afmælisvika

Í ár fagnar PwC á Íslandi 90 ára afmæli. Við tileinkum afmælinu vikuna 22. - 26. september og höldum jafnframt upp á það á með ýmsum hætti á afmælisárinu. Við munum halda fræðandi og skemmtilega fundi um málefni sem eiga erindi til viðskiptalífsins á Íslandi og rifja aðeins upp söguna. Það væri gaman ef þú vildir taka þátt í þessu með okkur. Skráðu þig á póstlista PwC og við látum þig vita um það sem er á döfinni hjá okkur.

 
Farsælt starf í 90 ár

Félagið rekur upphaf sitt til þess þegar endurskoðandinn Niels Manscher hóf rekstur endurskoðunarstofu í eigin nafni í Reykjavík 24. september 1924. Félagið var kennt við hann allt til ársins 1992 þegar nafninu var breytt í Coopers & Lybrand. Árið 1998 var nafni félagsins aftur breytt og nú í PricewaterhouseCoopers en það er kallað dags daglega, PwC, í samræmi við alþjóðlegt vörumerki þess. Aðalskrifstofa félagsins er að Skógarhlíð 12 í Reykjavík auk þess sem félagið hefur starfsstöðvar á Selfossi, Hvolsvelli, Húsavík, Akureyri og í Grundarfirði. Ef þú smellir á myndina hér til hliðar getur þú skoðað sögu PwC frá upphafi og hvenær við tengdumst einu stærsta fyrirtækjaneti heims.