90 ára afmæli PwC á Íslandi


Í tilefni 90 ára afmælis PwC höfum við boðið Dagfinn Tulinius Hallseth til Íslands að ræða um áskoranir sem heilbrigðismál á Íslandi standa frammi fyrir og hvaða lærdóm má draga af erlendri þróun. Erindi Dagfinns fer fram á ensku. PwC heldur tvo fundi þar sem áhugasömum gefst tækifæri á að hlusta á umfjöllun Dagfinns.
Fyrri fundurinn verður haldinn á Akureyri 24. september. Á fundinum á Akureyri munu auk Dagfinns, þeir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og Jón Helgi Björnsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands ræða samstarf í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi - leið til framþróunar.
Seinni fundurinn verður haldinn í Reykjavík 25. september. Á fundinum í Reykjavík mun Dagfinn ræða þróun heilbrigðismála á heimsvísu, aukinn kostnað, aðkomu einkaaðila að heilsugæslu, samvinnuverkefni einkaaðila og hins opinbera og hvaða lærdóma Ísland getur dregið af alþjóðlegri þróun.
Boðið verður upp á léttan morgunverð á báðum fundunum. Allir áhugasamir eru velkomnir – frír aðgangur, takmarkað sætaframboð.Akureyri 24. september
Hótel Kea – Hafnarstræti
Boðið upp á morgunverð frá 08:15.
Fundur hefst 0830 og lýkur 09:30
Skráðu þig á fundinn á Akureyri

Reykjavík 25. september
PwC – Skógarhlíð 12
Boðið upp á morgunverð frá 08:15.
Fundur hefst 0830 og lýkur 09:30
Skráðu þig á fundinn í Reykjavík
Dagfinn leiðir sérfræðiráðgjöf PwC á sviði heilbrigðismála í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum auk þess að fara fyrir ráðgjafateymi PwC á sviði heilbrigðismála í Noregi.
Síðastliðin 17 ár hefur hann m.a. unnið sem fjármálastjóri í einu af stóru sjúkrahúsunum á Norðurlöndum, starfað sem stjórnunarráðgjafi og sinnt viðskiptaþróun innan heilbrigðisgeirans bæði fyrir einkaaðila og fyrir stjórnvöld og ríkisstofnanir. Dagfinn hefur verið í leiðandi hlutverki við að byggja upp ráðgjöf PwC á sviði heilbrigðismála, starfsemi sem er óhætt að segja að sé í fararbroddi á alþjóðavísu.