Útgefið efni

Rannsóknarvinna okkar mótast af því að við eigum í samstarfi við mörg af fremstu alþjóðasamtökum í heiminum og tökum þátt í ráðstefnum þar sem áheyrendur hafa fjölbreyttan bakgrunn og koma frá ólíku starfsumhverfi, s.s. úr viðskiptaumhverfinu, stjórnmálum, grasrótarsamtökum og fjölmiðlum. Með því að vera virkir þátttakendur í umræðunni gefst okkur tækifæri til að miðla hugmyndum okkar, hafa áhrif á hvaða stefnu umræðan tekur og að þróa okkar hugmyndir enn frekar í hag viðskiptavina okkar.

PwC Global gefur út umtalsvert af efni um ýmis mikilvæg málefni. Jafnframt hefur PwC á Íslandi staðið fyrir útgáfu á ýmsu efni. 

Fyrirtæki í ferðaþjónustu

Hagnýtar upplýsingar fyrir rekstraraðila í ferðaþjónustu

Skattavaktin

Skattavaktin er mánaðarlegt fréttabréf Skatta- og lögfræðisviðs þar sem sérfræðingar PwC í skattarétti fjalla um nýjar reglugerðir, dóma og margt annað sem er á döfinni þá stundina.

Global Entertainment & Media Outlook

Árleg útgáfa PwC um fjölmiðla- og afþreyingarmarkaðinn.

CEO survey

PwC framkvæmir árlega könnun meðal æðstu stjórnenda stórfyrirtækja um allan heim.

Endurskoðunarnefnd

PwC hefur nú gefið út bækling um endurskoðunarnefnd. Er bæklingnum ætlað að veita stjórn og nefndarmönnum í slíkri nefnd mikilvægar upplýsingar um hlutverk og störf nefndarinnar.

Innra eftirlit

PwC hefur endurútgefið bækling um innra eftirlit. Bæklingurinn er byggður á COSO skýrslunni og hafði áður verið gefinn út árið 2004.

Skattabæklingur PwC

Skattabæklingur PwC er gefinn út árlega og er þar tekið markvisst á mikilvægum atriðum er varða bæði einstaklinga og atvinnurekstur.