Útgefið efni

Rannsóknarvinna okkar mótast af því að við eigum í samstarfi við mörg af fremstu alþjóðasamtökum í heiminum og tökum þátt í ráðstefnum þar sem áheyrendur hafa fjölbreyttan bakgrunn og koma frá ólíku starfsumhverfi, s.s. úr viðskiptaumhverfinu, stjórnmálum, grasrótarsamtökum og fjölmiðlum. Með því að vera virkir þátttakendur í umræðunni gefst okkur tækifæri til að miðla hugmyndum okkar, hafa áhrif á hvaða stefnu umræðan tekur og að þróa okkar hugmyndir enn frekar í hag viðskiptavina okkar.

PwC Global gefur út umtalsvert af efni um ýmis mikilvæg málefni. Jafnframt hefur PwC á Íslandi staðið fyrir útgáfu á ýmsu efni. 

Skattabæklingur PwC
Skattabæklingur PwC er gefinn út einu sinni á ári og er til bæði í prentuðu upplagi og rafrænt undir síðu Skatta- og lögfræðisviðs.

Skattavaktin
Skattavaktin er fréttabréf Skatta- og lögfræðiráðgjafar PwC og gefum við það út rafrænt á mánaðarfresti. Skattavaktina má finna á síðu Skatta- og lögfræðisviðs.

Endurskoðunarnefnd
PwC hefur nú gefið út bækling um endurskoðunarnefnd. Er bæklingnum ætlað að veita stjórn og nefndarmönnum í slíkri nefnd mikilvægar upplýsingar um hlutverk og störf nefndarinnar.

Innra eftirlit
PwC hefur endurútgefið bækling um innra eftirlit. Bæklingurinn er byggður á COSO skýrslunni og hafði áður verið gefinn út árið 2004.

CEO survey 
PwC framkvæmir árlega könnun meðal æðstu stjórnenda stórfyrirtækja um allan heim.

Global Entertainment and Media Outlook
Árleg útgáfa PwC um fjölmiðla- og afþreyingarmarkaðinn. 

Aðrar útgáfur PwC Global