Alþjóðleg stjórnendarannsókn PwC


Nú liggja fyrir niðurstöður alþjóðlegrar stjórnendarannsóknar PwC sem kemur út 16. árið í röð. Eins og undanfarin ár þá voru niðurstöðurnar kynntar í upphafi ráðstefnu Alþjóða efnahagsráðsins (World Economic Forum) sem haldin var í Davos í Sviss í lok janúar, en þar eru árlega samankomnir áhrifamestu aðilar heimsins í stjórnmálum og viðskiptum. Fulltrúi Íslands á fundinum í ár var forseti lýðveldisins, hr. Ólafur Ragnar Grímsson.

Niðurstöðurnar birtast í tveimur skýrslum, „Dealing with disruption“ fyrir einkafyrirtæki (e. Privat) og „A new contract between business and the state“ fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir (e. Public).

Í ár voru íslenskir stjórnendur í fyrsta skipti þátttakendur í rannsókninni. Sérstakt ánægjuefni er að geta þess að í „public“ skýrslunni er vitnað í ummæli þriggja íslenskra stjórnenda, Harðar Arnarssonar hjá Landsvirkjun, Björns Zöega hjá Landsspítalanum og Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg.

Rannsóknin byggir á 1.330 viðtölum sem tekin eru við æðstu stjórnendur í bæði einka- og opinbera geiranum í 68 löndum í öllum heimsálfum.

Hér má sjá nánari umfjöllun um „Dealing with disruption“.
Hér má sjá nánari umfjöllun um „„A new contract between business and the state“.