Eurozone

Has the Eurozone let a good crisis go to waste?


Global Economy Watch PwC hefur nýlega sent frá sér skýrslu um horfur í efnahagsmálum í Evrópu. Þróun evrusvæðisins skiptir Ísland miklu máli en um 80% af vöruútflutningi landsins fer á þetta markaðssvæði og um 60% af innflutningnum koma þaðan.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru:

  • Gert er ráð fyrir 1,0% hagvexti á yfirstandandi ári í samanburði við neikvæða efnahagsþróun undanfarin þrjú ár á evrusvæðinu.
  • Væntingar og trú almennings og fjárfesta hefur farið vaxandi sem endurspeglast í meira en 20% hækkun á hluta- og verðbréfamarkaði síðastliðið ár.
  • Grikkland, Portúgal, Írland og Spánn hafa öll verið að innleiða erfiðar en nauðsynlegar umbætur og breytingar á ríkisfjármálum sem munu koma þessum löndum til góða.
  • Bættar aðstæður á fjármálamörkuðunum hafa hins vegar orðið til þess að bæði Frakkland og Ítalía hafa dregið úr eða hætt við nauðsynlegar umbreytingar í ríkisfjármálum sem gæti reynst erfitt að standa frammi fyrir í næstu „kreppu“.
  • Verðbólga á evrusvæðinu er með því lægsta sem þekkist og er um þessar mundir tæplega 2%.