Hagfræðingar PwC spá Brasilíu sigri

Integrated reporting
Á meðan gestgjafarnir í Brasilíu undirbúa að flautað verði til leiks á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Sao Paulo á fimmtudaginn 12. júní hefur PwC notað svokallaðar „hagmælingar“ (econometrics á ensku) til að rýna í hvaða þættir hafa áhrif á árangur og velgengni liðana á mótinu.

Dan Broadfield sem er hagfræðingur hjá PwC segir: „Þegar við greinum Ólympíuleikana sjáum við sterka tengingu á milli fjölda verðlaunapeninga og stærðar hagkerfa viðkomandi þjóða. Þegar um heimsmeistarakeppnina í fótbolta er að ræða er þessi tenging ekki til staðar. Í henni eru lykiláhrifaþættirnir fjöldi leikmanna sem hvert land hefur aðgang að, áhugi á fótbolta í hverju landi fyrir sig, hversu löng hefð er fyrir fótbolta í viðkomandi landi og árangur landsliðs þess undanfarið.“ 

Styrkleiki liðanna

Grunnurinn að því að greina styrkleika liðanna byggir á ‘PwC World Cup Index’ en það er eigindlegt mat á hlutfalslegum styrkleika hvers lands. Hér liggur fyrir að Brasilía stendur best að vígi, vegna fótboltahefðar og vegna forskots sem hlýst af því að spila á heimavelli. Það liggur samt fyrir að Þýskaland, Argentína og Spánn muni veita Brasilíumönnum harða samkeppni. Þó svo að England sé meðal átta efstu landanna gætu þeir þurft að hafa umtalsvert fyrir því að komast áfram úr sínum riðli þar sem keppinautarnir Ítalía og Úrúgvæ raðast bæði aðeins hærra á listann.

PwC’s estimated relative strength of leading teams in the 2014 World Cup

Dauðariðillinn

Þegar riðlarnir eru skoðaðir nánar segir John Hawksworth sem er aðalhagfræðingur PwC á Englandi: “Samanlagður stigafjöldi er hæstur í D-riðlinum sem gerir hann að ‘dauðariðlinum’. Þetta endurspeglar sterka fótboltahefð í Úrúgvæ, Englandi og Ítalíu, þremur löndum sem eru á topp 10 listanum yfir bestu fótboltalönd á heimsmeistarakeppninni frá upphafi. Samanlagt hafa þessi lönd unnið sjö af 19 heimsmeistaratitlum. Það verður því ærin fyrirhöfn hjá Englandi að komast áfram úr þessum riðli, en ef það gengur upp þá ættu þeir að eiga bærilega möguleika á að komast í fjögurra liða úrslit.

The estimated strength of each 2014 World Cup group according to PwC index