Skýrsla PwC um hóteliðnaðinn í Evrópu

Það er vaxandi bjartsýni í efnahagsumhverf Evrópu eftir samdráttarskeið undanfarin ár. Batnandi efnahagshorfur er eitthvað sem ferða- og hóteliðnaðurinn geta nýtt sér til framdráttar þó svo að aðstæður í hóteliðnaðinum haldi áfram að vera krefjandi.

Árið 2014 var gott fyrir hótelmarkaðinn. Vöxtur erlendra ferðamanna í Evrópu óx um 22 milljónir umfram árið 2013. Að undanskildum tveimur mörkuðum óx RevPAR og margir eru að slá met, sérstaklega í nýtingu.

PwC í Bretlandi framkvæmdi á árinu 2015 viðamikla spá um hóteliðnaðinn í Evrópu en þetta er í fjórða sinn sem PwC gerir sambærilega spá. Þátttökuborgirnar eru 20 talsins en þær eru allar mikilvægar viðskipta- og ferðaþjónustuborgir, allt frá Amsterdam til Zurich. Í borgunum eru yfir 680 þúsund hótelherbergi og árlega koma um 80 milljón alþjóðlegir ferðamenn til þessara borga. Borgirnar 20 endurspegla þær áskoranir sem aðrar borgir í Evrópu standa frammi fyrir í efnahagsumhverfinu og ferðaiðnaði.
Niðurstöðurnar voru birtar í skýrslu sem ber nafnið „Room to grow – European cities hotel foreceast for 2015 and 2016. 20 gateway cities from Amsterdam to Zurich“.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að það séu ákveðnar grundvallarbreytingar („megatrend“) sem hafa átt sér stað í heiminum sem séu að breyta nútíma fyrirtækjum og fela í sér samfélagslegar breytingar, breytingar í alþjóðlegu efnahagsumhverfi og nýsköpun í tækni. Það er mjög mikilvægt fyrir hótelaðila að fylgja þessum breytingum eftir og skilja afleiðingar þeirra ef þeir ætla sér að halda í við neytendur.


Kynntu þér málið frekar í meðfylgjandi skýrslu, sem og á alþjóðlegri heimasíðu PwC.