Skýrsla PwC um hóteliðnaðinn í Evrópu

Það er vaxandi bjartsýni í efnahagsumhverf Evrópu eftir samdráttarskeið undanfarin ár. Batnandi efnahagshorfur er eitthvað sem ferða- og hóteliðnaðurinn geta nýtt sér til framdráttar þó svo að aðstæður í hóteliðnaðinum haldi áfram að vera krefjandi.

PwC í Bretlandi gerði nýlega viðamikla spá um hóteliðnaðinn í Evrópu en þetta er í þriðja sinn sem PwC gerir sambærilega spá. Þátttökuborgirnar eru 18 talsins en þær eru allar mikilvægar viðskipta- og ferðaþjónustuborgir, allt frá Amsterdam til Zurich. Í borgunum eru yfir 680 þúsund hótelherbergi og árlega koma um 80 milljón alþjóðlegir ferðamenn til þessara borga. Borgirnar 18 endurspegla þær áskoranir sem aðrar borgir í Evrópu standa frammi fyrir í efnahagsumhverfinu og ferðaiðnaði.
Niðurstöðurnar voru birtar í skýrslu sem ber nafnið „Room to grow – European cities hotel foreceast for 2014 and 2015. 18 gateway cities, Amsterdam to Zurich“ sem kom út í síðasta mánuði.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að það séu ákveðnar grundvallarbreytingar („megatrend“) sem hafa átt sér stað í heiminum sem séu að breyta nútíma fyrirtækjum og fela í sér samfélagslegar breytingar, breytingar í alþjóðlegu efnahagsumhverfi og nýsköpun í tækni. Það er mjög mikilvægt fyrir hótelaðila að fylgja þessum breytingum eftir og skilja afleiðingar þeirra ef þeir ætla sér að halda í við neytendur.

Árið 2017 stefnir í að yfir þrír milljarðar fólks í heiminum hafi aðgang að internetinu. Á sama tíma eru farsíma- og spjaldtövubókanir nú þegar farnar að koma í staðinn fyrir „hefðbundnar“ hótelbókanir á netinu. Neytandinn sem ferðamaður leiðir vagninn þegar kemur að því að leiða tæknibreytingar en ný kynslóð af neytendum tekur því sem gefnum hlut að hægt sé að vera „online“  hvar sem er, hvenær sem er og að hægt sé að nálgast efni á hvaða vefmiðli sem er (t.a.m. í gegnum fartölvur, spjaldtölvur, snjallsíma o.fl.)

Kynntu þér málið frekar í meðfylgjandi skýrslu, sem og á alþjóðlegri heimasíðu PwC.