Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga er haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 3. og 4. október 2013.

Við viljum leggja okkar af mörkum til að gera ráðstefnuna að eins gagnlegum viðburði og hægt er og kynnum í því tilefni þá þekkingu og þjónustu sem við veitum sveitarfélögum og opinberum aðilum. Einnig viljum við nota tækifærið og kynna þær alþjóðlegu rannsóknir sem gerðar eru um málefni hins opinbera af “Public Sector Research Centre“ sem er alþjóðlegt rannsóknarsetur PwC fyrir opinbera geirann. Hér má finna upplýsingar um það sem er efst á baugi hjá stjórnvöldum og opinberum aðilum um allan heim.

Markmiðið rannsóknarsetursins er að leggja umræðunni um opinbera þjónustu lið með því að birta gagnlegar og aðgengilegar upplýsingar.

Ef þú vilt kynna þér útgáfur eða starfsemi “Public Sector Research Centre“ nánar þá má finna heimasíðu rannsóknarsetursins hér.

Gagnlegar upplýsingar fyrir sveitarfélög

Brave New World

Breytt samfélags- og efnahagsástand hefur haft mikil áhrif á veitingu opinberrar þjónustu.  Í skýrslunni er fjallað um hvernig opinberi geirinn þarf að endurskilgreina hlutverk sitt og starfshætti.
 
____________________________________________________________________________________
 
At risk?  Dealing with failure

Fjölgun aðila sem veita opinbera þjónustu eykur líkur á mistökum og þau verða sýnilegri en áður.  Skýrslan tekur á mikilvægi þess að þekkja það sem getur farið úrskeiðis og nauðsyn þess að vera undirbúin undir mistök.
 
 ____________________________________________________________________________________
 
Future of Government

Stjórnvöld og opinberir aðilar um allan heim þurfa að aðlaga sig að breyttum raunveruleika.  Skýrslan fjallar um hvernig hægt er að „gera meira fyrir minna“en mæta um leið kröfum samfélagsins.
 
____________________________________________________________________________________
 
Global Green Policy Insights

Græn skattamál og þróun laga- og reglugerða um allan heim er m.a. efni fréttabréfsins Global Green Policy Insights sem er gefið út annan hvern mánuð.

Smelltu hér til að fara á heimasíðu fréttabréfsins.
 
____________________________________________________________________________________
 
Towards a new era in government accounting and reporting

Hefðbundin reikningsskil opinberra aðila þjóna ekki kröfum 21. aldarinnar.
Ísland var þátttakandi í könnunni og sjá má samanburð á reikningsskilum 100 landa í skýrslunni.

Lestu nánar um niðurstöðurnar hér.
____________________________________________________________________________________
A new contract between business and the state

„Government and the 16th Annual Global CEO Survey” er stjórnendarannsókn þar sem hið opinbera er í brennidepli.
Skýrslan fjallar um viðbrögð gagnvart áskorunum sem æðstu stjórnenda opinbera geirans standa frammi fyrir.

Skýrsluna og ítarefni tengt henni má nálgast hér.