Banka- og fjármálamarkaður

Banka- og fjármálamarkaðurinn þarf að standast nýjar áskoranir í viðskiptaumhverfi sem er óstöðugt og flókið. Mæta þarf auknum laga- og reglugerðarkröfum og auknum þrýstingi frá almenningi og stjórnvöldum um bætta stjórnarhætti, gagnsæi og ábyrgð gagnvart samfélaginu. Framtíðarhorfur banka- og fjármálamarkaðarins mótast að miklu leyti af því hversu vel gengur að fylgja eftir nýjum laga- og reglugerðum og aðlagast nýjum viðskiptaskilyrðum.

Mikilvægi góðra stjórnarhátta hefur aukist og fyrirtæki verða að huga að því hvernig þáttum eins og hlutverki og ábyrgð stjórnenda, áhættustjórnun, gagnsæi, innra eftirlits og upplýsingagjöf er háttað. Þessir þættir eru sérstaklega mikilvægir þegar haft er í huga þann þrýsting sem banka- og fjármálamarkaðurinn er undir.

Okkar áherslur

Í þessu umhverfi munu þau fyrirtæki hafa yfirhöndina sem búa að hæfileikaríku fólki sem hefur hæfni og getu til að breyta áskorunum í tækifæri, byggja sterkari tengsl við viðskiptavini sína, skerpa skilvirkni og stuðla að nýsköpun og frumkvæði. Við leggjum áherslu á að banka- og fjármálamarkaðurinn tileinki sér góða stjórnarhætti og skapi sér gott orðspor sem stuðlar að trausti almennings.

PwC er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem hefur aðgang að þekkingargrunnum og sérfræðingum um allan heim og hefur áunnið sér orðspor fyrir trausta og góða þjónustu á alþjóðavettvangi. Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á öllum sviðum og getum aðstoðað fyrirtæki við að greina tækifæri og ógnanir og ná betri árangri í rekstri.

Contact us

Jón Sigurðsson

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 840 5387

Arna Tryggvadóttir

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 550 5235

Fylgstu með okkur

Contact us

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 840 5387

Arna Tryggvadóttir

Arna Tryggvadóttir

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 550 5235

Hide