Fasteignagreiningar

PwC hefur á heimsvísu lagt áherslu á öflun þekkingar á flestum þáttum er varða viðskipti með fasteignir. Um allan heim eru starfandi fasteignahópar innan vébanda PwC sem sinna ráðgjöf og rannsóknum tengdum fasteignamarkaði. Í krafti stærðarinnar hefur tekist að setja saman alþjóðlegan hóp sérfræðinga sem býr yfir umfangsmikilli reynslu og þekkingu á fasteignamörkuðum. Fasteignahóparnir aðstoða viðskiptavini m.a. við fjárfestingar og mat á fjárfestingakostum, ráðgjöf við fasteignaþróun, rannsóknir og greiningar, verðmat, áreiðanleikakannanir og ýmsa aðra upplýsingagjöf.

Fasteignaeining PwC á Íslandi

Innan Fyrirtækjaráðgjafar PwC á Íslandi er starfandi fasteignaeining reyndra ráðgjafa sem komið hafa að margvíslegum verkefnum er varða fasteignir. Meðal verkefna eru áreiðanleikakannanir á félögum, verðmöt, ráðgjöf í tengslum við fjármögnun og endurskipulagningu sem og ýmis greiningarvinna. Oft skarast verkefnin við skatta- og /eða reikningshaldsleg atriði.

Styrkur af hinu erlenda samstarfi

Fasteignaeining PwC á Íslandi er hluti hins alþjóðlega fasteignateymis PwC og nýtur þess m.a. í formi upplýsinga um þróun og breytingar á markaðnum og með greiðum aðgangi að sérhæfðum samstarfsaðilum. Helstu samstarfsaðilar okkar eru PwC í Kaupmannahöfn, London og Edinborg.

Contact us

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur, PwC Iceland

Sími 840 5333

Fylgstu með okkur

Contact us

Valgerður Valgeirsdóttir

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur, PwC Iceland

Sími 840 5333

Hide