Smásölu- og neytendamarkaðurinn er sá markaður sem þarf að bregðast ört við tískusveiflum, stöðugt kröfuharðari viðskiptavinum og breytingum á lögum og reglum. Vörumerki skipta neytendur sífellt meira máli, líftími vara styttist og sífellt fleiri aðilar koma inn á markaðinn. Þetta bæði eykur samkeppni og býður upp á fleiri tækifæri á sama tíma.
Á vesturlöndum er smásölu- og neytendamarkaðurinn mótaður, vöxtur fyrirtækja er í mörgum tilfellum takmarkaður, erfiðara er að auka hagnað vegna verðhjöðnunar og viðskiptavinir eru bæði skiptari í hópa og síður trúfastir vörutegundum en áður. Harðnandi samkeppni, einnig frá birgjunum sjálfum og nýjar söluaðferðir, t.d. í gegnum internetið, valda þessum markaði einnig erfiðleikum.
Smásölu- og neytendamarkaðurinn hefur brugðist við þessum áskorunum, m.a. með því að beina sjónum sínum að vaxandi mörkuðum í Asíu, sérstaklega í Indlandi og Kína, og Mið- og Austur-Evrópu. Þessi lönd bjóða upp á ný tækifæri og nýjar viðskiptaleiðir þar sem aðkeypt vinna og innflutningur á ódýrari vörum verður algengari.
PwC aðstoðar þig við að bregðast við markaðssveiflum, breyttu reglugerðarumhverfi og hvers konar áskorunum sem birtast á smásölu- og neytendamarkaðnum, hvort sem er hérlendis eða erlendis. Við veitum einnig ráðgjöf við hvernig má bæta vöru- og gæðastjórnun, hvernig best sé að bregðast við vörurýrnun og samdrætti og treysta vörumerki í sessi. PwC hefur langa reynslu af slíkri fyrirtækjaráðgjöf og leggur áherslu á gagnsæi og siðferðislega viðskiptahætti og mikilvægi ímyndar og orðspors fyrirtækja.
Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á öllum sviðum og getum aðstoðað fyrirtæki við að greina tækifæri og ógnanir og ná betri árangri í rekstri. PwC er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem hefur aðgang að þekkingargrunnum og sérfræðingum um allan heim og hefur áunnið sér orðspor fyrir trausta og góða þjónustu á alþjóðavettvangi.
© 2017 - Mon Jan 25 16:59:34 UTC 2021 PwC. Allur réttur áskilinn. PwC vísar til alþjóðlegu PwC samsteypunnar og/eða eins eða fleiri aðildarfyrirtækja, sem hvert fyrir sig eru sjálfstæðir lögaðilar. Vinsamlegast skoðið www.pwc.com/structure fyrir frekari upplýsingar.