Iðnaðarframleiðsla

Fyrirtæki í iðnaðarframleiðslu útvega tæki og aðrar vörur fyrir verksmiðjur og annan iðnað um allan heim. Iðnaðarframleiðslufyrirtæki eru fjölbreytt að stærð og umfangi og framleiða ólíkar vörur. Flest þessara fyrirtækja mæta þó svipuðum áskorunum við framleiðslu og í rekstri. Há verðlagning á olíu, jarðgasi, stáli og kopar gerir iðnaðarframleiðslufyrirtækjum erfiðara um vik að reka arðbæran rekstur. Að hækka verð afurða og álagsgjöld er vandkvæðum bundið er litið er til markaðarins í dag þar sem neytendur eru tregari en áður að fjárfesta í nýjum og dýrum tækjum.

Viðskiptaumhverfið verður sí flóknara með auknum og hertum reglugerðum og flóknum skattalögum. Hvort sem litið er til heimamarkaðar eða viðskipta á alþjóðavettvangi má sjá að stjórnvöld víðs vegar um heim eru að reyna að ná betri tökum á viðskiptalífinu með auknum reglugerðum.

Okkar áherslur

PwC leggur áherslu á að iðnaðarframleiðslufyrirtæki framleiði tæki sem auka framleiðslu og krefjast minna mannafls sem einfaldar stjórnun og sparar verksmiðjueigendum og öðrum í iðnaði fjármagn. Með því að auka eftirfylgni með vörum sínum og bjóða þjónustu í kringum vöruna eftir sölu teljum við að fyrirtæki sem framleiða iðnaðarvörur séu í betri tengslum við þarfir viðskiptavina sinna og byggi langtíma viðskiptasambönd.

Flest iðnaðarframleiðslufyrirtæki vilja draga úr framleiðslukostnaði og bæta gæðastjórnun en ná ekki að nýta sér að fullnustu mannauð sinn eða notfæra sér nýjustu tækni til fulls. Við hjá PwC aðstoðum þig við að ná þessum markmiðum.

Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á öllum sviðum og getum aðstoðað fyrirtæki við að greina tækifæri og ógnanir og ná betri árangri í rekstri. PwC er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem hefur aðgang að þekkingargrunnum og sérfræðingum um allan heim og hefur áunnið sér orðspor fyrir trausta og góða þjónustu á alþjóðavettvangi.

Contact us

Sighvatur Halldórsson

Löggiltur endurskoðandi

Sími 550 5372

Fylgstu með okkur

Contact us

Sighvatur Halldórsson

Sighvatur Halldórsson

Löggiltur endurskoðandi, PwC Iceland

Sími 550 5372

Hide