Lífeyrissjóðir

Lífeyrissjóðakerfið á Íslandi stendur á þremur stoðum; skylduaðild alls starfandi fólks að lífeyrissjóðum, fullri sjóðsöfnun og samtryggingu sjóðfélaga vegna ævilangra eftirlauna, sem einnig veitir þeim og fjölskyldum þeirra tryggingu fyrir tekjumissi af völdum orkutaps og andláts. Heildstæð rammalöggjöf kveður á um skyldutryggingu lífeyrisréttinda, lágmarksréttindi og eftirlit með starfsemi sjóðanna sem treystir enn undirstöður þessa kerfis.

Okkar áherslur

PwC leggur áherslu á langtímavöxt lífeyrissjóðanna, samkeppnishæfni, sjálfbærni og stöðugleika. Til þess að standa undir kröfum almennings þurfa lífeyrissjóðir að nýta sér nýjustu tækni til lífeyrisgreiðslna, upplýsingagjafar og gagnsæis og taka þátt í rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum. Það skiptir sköpum að almenningur beri traust til lífeyrissjóðanna og að sjóðirnir standi undir skuldbindingum sínum. Góðir stjórnarhættir eru einn þátturinn í að öðlast og viðhalda slíku trausti. Í góðum stjórnarháttum felst öflug áhættustýring, gagnsæi og gott upplýsingaflæði, vel úthugsuð stefnumótun og áætlanagerð og samfélagsábyrgð.

Ljóst er að árangur einstakra lífeyrissjóða mun fara eftir hæfni þeirra til að takast á við breytt umhverfi og þróun á næstu árum. PwC veitir margvíslega ráðgjöf og aðstoð sem bætt getur árangur og aukið velgengni rekstursins.

PwC er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem hefur aðgang að þekkingargrunnum og sérfræðingum um allan heim og hefur áunnið sér orðspor fyrir trausta og góða þjónustu á alþjóðavettvangi. Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á öllum sviðum og getum aðstoðað fyrirtæki við að greina tækifæri og ógnanir og ná betri árangri í rekstri.

Fylgstu með okkur

Contact us

Vignir Rafn Gíslason

Vignir Rafn Gíslason

Löggiltur endurskoðandi, PwC Iceland

Sími + 354 550 5313

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 840 5387

Hide