Opinberi geirinn

Aukin krafa er um að stjórnvöld, opinberar stofnanir og félagasamtök innleiði góða stjórnarhætti, séu skilvirk, hafi gott upplýsingaflæði og stundi gagnsæja viðskiptahætti. Mikilvægt er að innleiða öflugt innra eftirlit, góða fjárhagsstjórnun og starfa í samræmi við lög og reglugerðir, því stjórnvöld þurfa að vera vel í stakk búin til að mæta hvers konar vandamálum sem upp koma og standa undir því trausti sem almenningur sýnir þeim. 

Okkar áherslur

Við teljum að fleiri en ein aðferð séu fyrir hendi sem stjórnvöld, opinberar stofnanir og félagasamtök geta farið til að bæta skilvirkni og árangur og móta vel útfærðar stefnur og áætlanir sem fylgt er eftir þar sem góð þjónusta til almennings er í fyrirrúmi. Við teljum því að skoða verði hvert tilfelli fyrir sig í breiðu samhengi og með sérfræðilegri nálgun.

Við höfum skilning og þekkingu á íslensku laga- og reglugerðarumhverfi, efnahagslegu og samfélagslegu umhverfi og getu til að leysa vanda sem hefur verið rótgróinn og langvarandi. Við höfum haldgóða reynslu og þekkingu á evrópsku reglugerðarumhverfi og veitum ráðgjöf hvernig innleiða megi nýjar reglugerðir á sem auðveldastan og skilvirkastan hátt.

PwC hefur unnið með stjórnvöldum um allan heim og öðlast reynslu og hæfni til að veita trausta ráðgjöf og koma fram með nýja sýn og lausnir.

Contact us

Ólafur Gestsson

Ólafur Gestsson

Forstöðumaður PwC á Suðurlandi, Löggiltur endurskoðandi

Sími 550 5264

Fylgstu með okkur

Contact us

Ólafur Gestsson

Ólafur Gestsson

Forstöðumaður PwC á Suðurlandi, Löggiltur endurskoðandi, PwC Iceland

Sími 550 5264

Hide