Sjávarútvegur

Frá upphafi hefur sjávarútvegur verið ein helsta atvinnugrein á Íslandi og skipað stóran sess í atvinnulífi og menningu þjóðarinnar.

PwC hefur mikla reynslu af því að starfa fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi bæði á heimamarkaði og erlendis.

Innanlands höfum við unnið um árabil fyrir stór og smá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki um land allt og þannig öðlast mikilvæga þekkingu á greininni. Verkefnin hafa m.a. snúið að endurskoðun og gerð ársreikninga, aðstoð vegna skattamála, gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana, endurskipulagningar á fjárhag og aðstoð við sameiningar svo eitthvað sé nefnt.

Á alþjóðavísu felast styrkleikar PwC í víðtæku alþjóðlegu tengslaneti sem gefur aðgang að samböndum, þekkingu og skilningi á sjávarútvegi og tengdum greinum, um allan heim.

Í gegnum alþjóðlegt tengslanet PwC getum við aðstoðað fyrirtæki m.a. með samskipti við alþjóðastofnanir varðandi sjávarútveg og fiskvinnslu (NEAFC, NAFO, CAMMLR, WTO, ESA), veitt ráðgjöf varðandi lagaumhverfi Evrópusambandsins t.d. varðandi umhverfisreglur, meðferð fisks og fiskafurða, tollamál og skatta, og ráðgjöf varðandi starfshætti EFTA og Evrópudómstólsins.

Contact us

Vignir Rafn Gíslason

Löggiltur endurskoðandi

Sími + 354 550 5313

Rúnar Bjarnason

Forstöðumaður PwC á Norðurlandi

Sími 460-2405 (Akureyri) og 550-5270 (Húsavík)

Fylgstu með okkur

Contact us

Vignir Rafn Gíslason

Vignir Rafn Gíslason

Löggiltur endurskoðandi, PwC Iceland

Sími + 354 550 5313

Rúnar Bjarnason

Rúnar Bjarnason

Forstöðumaður PwC á Norðurlandi, PwC Iceland

Sími 460-2405 (Akureyri) og 550-5270 (Húsavík)

Hide