Upplýsinga- og hátæknifyrirtæki

Upplýsinga- og hátækniiðnaðurinn vex hratt og fyrirtæki í þessum iðnaði verða að halda í við alla tækni- og markaðsþróun svo þau dragist ekki aftur úr. Það skiptir sköpum að fullnægja markaðsþörfum neytenda, hafa aðgang að fjármagni, vera virkir þátttakendur og jafnvel frumkvöðlar í rannsóknum og nýsköpun og skila fjárfestum sínum hagnaði. Fyrirtæki í þessum iðnaði standa frammi fyrir margskonar áskorunum, svo sem auknum þrýstingi um samþættingu, sífellt harðnandi samkeppni á alþjóðavísu og sveiflum á markaði.

Hvernig getur PwC hjálpað þér

Við aðstoðum og veitum viðskiptavinum okkar úr upplýsinga- og hátækniiðnaðinum ráðgjöf við að framkvæma nýjar hugmyndir, bregðast við mótstöðu, móta stefnur og áætlanir og ná árangri. PwC veitir markvissa og margþátta ráðgjöf bæði á heimamarkaði og á alþjóðavísu. Okkar nálgun byggir á langri reynslu og þekkingu, framsýnni hugsun og samstarfi. Við höfum skilning á hinum síbreytilega markaði, tækni og þróun.

Við búum að sterku tengslaneti, þekkingu og reynslu. Má þar sérstaklega nefna tengsl okkar í gegnum PwC Global við alþjóðastofnanir eins og Association for Telecommunications Services (ALTS), Telecommunications Industry Association (TIA), Cellular Telecommunications Industry Association (CTIA), International Telecommunications Union (ITU) og United States Telecommunications Association (USTA).

Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á öllum sviðum og getum aðstoðað fyrirtæki við að greina tækifæri og ógnanir og ná betri árangri í rekstri.

PwC er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem hefur aðgang að þekkingargrunnum og sérfræðingum um allan heim og hefur áunnið sér orðspor fyrir trausta og góða þjónustu.

Fylgstu með okkur

Contact us

Ljósbrá Baldursdóttir

Ljósbrá Baldursdóttir

Sviðsstjóri, Endurskoðunarsvið, PwC Iceland

Sími 550 5216

Bryndís Guðjónsdóttir

Bryndís Guðjónsdóttir

Löggiltur endurskoðandi, PwC Iceland

Sími 550 5319

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 840 5387

Hide