Ábendingar

Í samræmi við alþjóðlegar starfsreglur PwC hefur PwC á Íslandi innleitt ábendingakerfi.
Þetta gefur starfsmönnum og þeim sem standa fyrir utan fyrirtækið tækifæri til að koma ábendingum á framfæri um atvik sem mögulega brjóta í bága við Siðareglur PwC eða önnur alvarleg atvik sem mögulega stangast á við lög og reglur, geta stefnt heilsu og öryggi starfsmanna í hættu eða telja má að séu ekki í samræmi við hagsmuni félagsins.

Sendu okkur ábendingu

Ábendingum má koma á framfæri hér fyrir neðan og að sjálfsögðu er boðið upp á að gera það nafnlaust. Fyllsta trúnaðar er gætt í meðferð allra ábendinga.

Til þess að við getum látið þig vita um framgang mála þarft þú að skrá annaðhvort netfang eða símanúmer. Þú getur einnig komið ábendingum til skila með því að senda hefðbundinn póst og nota neðangreint heimilisfang:

Ábendinganefnd PwC
Skógarhlíð 12
105 Reykjavík

Hvað gerist síðan?
Þegar send er inn ábending berst hún ábendinganefnd PwC.  Allar ábendingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og við tryggjum að einungis ábendinganefndin hafi aðgang að innsendum ábendingum.

Fylgstu með okkur