Að sækja um

Hjá PwC starfar breiður hópur einstaklinga með margvíslega reynslu og menntun.
Flestir okkar starfsmenn starfa á endurskoðunarsviði, sem er okkar stærsta svið. Þar leitum við að einstaklingum sem eru:
 

  • löggiltir endurskoðendur
  • viðskiptafræðingar af endurskoðunarsviði
  • einstaklingar sem lokið hafa/eru í M.Acc. námi
  • einstaklingar sem hafa reynslu af endurskoðunarverkefnum, vanir bókhaldi og uppgjörum, skattframtalsgerð og tengdum verkefnum


Fyrirtækjaráðgjöfin sækist fyrst og fremst eftir einstaklingum með reynslu og menntun á sviði viðskipta, fjármála og lögfræði.
Skatta- og lögfræðisvið sækist fyrst og fremst eftir lögfræðingum sem hafa sérhæft sig í skattarétti eða sækjast eftir slíkri sérhæfingu.
Við erum ávallt í leit að hæfileikaríku fólki sem hefur áhuga á að slást í okkar góða hóp. Áhugasamir vinsamlegast sendi umsóknir hér

Hér getur þú skráð almenna umsókn. Með því að sækja um í gegnum vefsíðuna samþykkir þú að við varðveitum umsókn þína í sex mánuði og höfum við samband við þig ef þú kemur til greina í starf hjá okkur. Upplýsingarnar sem fram koma í umsókninni verða aðeins notaðar í tengslum við mats- og ráðningarferli hjá okkur. Farið verður með persónuupplýsingar sem fram koma í umsókninni í samræmi við lög um persónuvernd. Vinsamlegast sendið okkur ekki viðkvæmar persónuupplýsingar í umsókninni. Sjá Persónuverndarstefnu PwC.

Óskir þú eftir að við eyðum umsókn þinni strax að úrvinnslu lokinni vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum netfangið personuvernd@pwc.com.

Fylgstu með okkur