Um Endurskoðun
Endurskoðunarsviðið hefur frá upphafi verið einn af aðalþáttum í starfsemi PricewaterhouseCoopers, þau 85 ár sem fyrirtækið hefur starfað. Meginhlutverk endurskoðunar er að staðfesta áreiðanleika fjárhagslegra upplýsinga með því að láta í ljós óháð sérfræðiálit á þeim, en auk þess veita endurskoðendur ýmsa aðra þjónustu og ráðgjöf sem tengist sérfræðiþekkingu þeirra.
Endurskoðendur PwC eru virkir innan Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) og hluti endurskoðenda okkar kenna í háskólum landsins.
Viðskiptavinir okkar
Í viðskiptavinahópi okkar eru fyrirtæki úr flestum atvinnugreinum landsins. Stærstu viðskiptavinir okkar eru bankar, verðbréfasjóðir, lífeyrissjóðir og fjárfestingarfélög.
Þjónusta okkar
Endurskoðunarsvið býður viðskiptavinum sínum fjölbreytta þjónustu á sviði endurskoðunar. Hér má sjá helstu þjónustulínur okkar:
Markmið
Markmið Endurskoðunarsviðs er að vera leiðandi í gæðamálum og virðisauka, vera sýnilegt fyrirtæki á markaði og bjóða nýjungar og þróun í þjónustu. Endurskoðunarsviðið hefur einnig sett sér það markmið að vera eftirsóttur vinnustaður beggja kynja.
Starfsumhverfið
Endurskoðunarsvið hefur innleitt öfluga menntunarstefnu í samstarfi við erlendar PwC skrifstofur og býður starfsfólki sínu upp á ýmis konar fræðslu og þjálfun, bæði í formi námskeiða og starfsþjálfunar, hérlendis sem erlendis. Það eru því fjölmörg tækifæri fyrir starfsfólk að þróast í starfi og sérhæfa sig á sínu áhugasviði.
Það skiptir okkur miklu máli að búa að öflugu starfsfólki með viðeigandi menntun sem hefur metnað og getu til að starfa í krefjandi en skemmtilegu starfsumhverfi. Við störfum samkvæmt skilvirku og hagkvæmu gæðakerfi og fylgjum alþjóðlegri aðferðarfræði PwC.
PricewaterhouseCoopers er alþjóðlegt, virt og traust fyrirtæki á heimsvísu og við slökum hvergi á í að uppfylla hæstu væntingar.