Um Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf PwC hefur vaxið hratt og unnið sér inn gott orðspor á markaði. Ráðgjöf af þessu tagi er nýtilkomin á Íslandi en tækifærin mörg sem sannast hefur þegar litið er til hve ört Fyrirtækjaráðgjöf PwC hefur vaxið.

Fyrirtækjaráðgjöfin er sjálfstæð eining innan PwC en starfar í nánu samstarfi við önnur svið þegar við á.

Viðskiptavinir okkar
Fyrirtækjaráðgjöf PwC veitir margskonar fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum ráðgjöf. Flestir okkar viðskiptavinir í dag eru fjármálafyrirtæki, fjárfestingafyrirtæki og opinberar stofnanir. Viðskiptavinir okkar eru bæði fyrirtæki sem eru í endurskoðun hjá PwC og fyrirtæki sem eiga eingöngu í viðskiptum við Fyrirtækjaráðgjöfina.

Þjónusta okkar
Við leggjum áherslu á að vera sveigjanleg og bregðast við þörfum markaðarins. Þjónustulínur okkar eru því ekki ritaðar í stein og við bætum við og tökum út þjónustulínur eftir þörfum, þó að alltaf verði til staðar viss kjarni, sem byggir fyrst og fremst á þekkingu starfsfólks okkar. Hér má sjá þá þjónustu sem við bjóðum í dag:

Markmið
Markmið Fyrirtækjaráðgjafar er að vera meðal fyrstu valkosta þeirra fyrirtækja sem sækja eftir þeirri þjónustu sem sviðið hefur að bjóða.

Starfsumhverfið
Fyrirtækjaráðgjöfin leggur mikið upp úr því að hver starfsmaður fái að sérhæfa sig á sínu áhugasviði og að innan sviðsins sé skýr sérfræðileg skipting, öflug starfsþjálfun og sterk tengsl við fyrirtækjaráðgjafasvið PwC erlendis.

Við hjá Fyrirtækjaráðgjöf PwC leggjum áherslu á að fá til okkar hæft starfsfólk og veita því stuðning í starfi, góðan og metnaðarfullan starfsanda, samstillta sýn starfsfólks á möguleika og markmið og góðan aðbúnað.

Fylgstu með okkur

Contact us

Katrín Ingibergsdóttir

Katrín Ingibergsdóttir

Mannauðsstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5224

Sigurður Óli Sigurðarson

Sigurður Óli Sigurðarson

Sviðsstjóri, Fyrirtækjaráðgjöf, PwC Iceland

Sími 840 5349

Hide