Um Skatta- og lögfræðisvið

Skatta- og lögfræðisvið veitir margvíslega þjónustu á sviði skattaréttar og lögfræði, bæði er varðar skattamál hérlendis og erlendis. Aukin alþjóðavæðing og starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis krefst aukinnar þekkingar á skattalögum og reglum ólíkra landa. Skatta- og lögfræðisvið hefur því lagt áherslu á að efla sérhæfingu starfsfólks og mynda sterk tengsl við skrifstofur PwC um allan heim.

Mörg verkefni eru einnig unnin í samstarfi við önnur svið, t.d. eru áreiðanleikakannanir stór þáttur í okkar þjónustu og gjarnan unnar í samvinnu við endurskoðendur félagsins. Nýtist þar hin þverfaglega þekking eins og best verður á kosið.

Þjónusta okkar
Skatta- og lögfræðisvið leggur mikið upp úr því að bregðast við þörfum viðskiptavina okkar og við veitum ráðgjöf um nánast allt það er viðkemur umsýslu og ráðgjöf félagaréttar, sem verður sífellt umfangsmeiri í íslensku viðskiptalífi. Hér eru okkar helstu þjónustulínur:


Markmið
Markmið Skatta- og lögfræðisviðs er að vera leiðandi í innlendri og alþjóðlegri skattaráðgjöf, stunda fagleg og örugg vinnubrögð og búa að besta starfsfólkinu á þessu sviði.

Starfsumhverfið
Skatta- og lögfræðisvið PwC leggur áherslu á faglega uppbyggingu, þátttöku í námskeiðum og sérhæfingu starfsfólks. Við höldum reglulega fundi og ráðstefnur og stöndum fyrir markvissri útgáfu og tekur starfsfólk virkan þátt í þessu ferli.

Fylgstu með okkur

Contact us

Katrín Ingibergsdóttir

Katrín Ingibergsdóttir

Mannauðsstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5224

Jón Ingi Ingibergsson

Jón Ingi Ingibergsson

Sviðsstjóri, Skatta- og lögfræðiráðgjöf, PwC Iceland

Sími 550 5342

Hide