Í samræmi við alþjóðlegar starfsreglur PwC hefur PwC á Íslandi innleitt ábendingakerfi. Þetta gefur starfsmönnum og þeim sem standa fyrir utan fyrirtækið tækifæri til að koma ábendingum á framfæri um atvik sem mögulega brjóta í bága við Siðareglur PwC eða önnur alvarleg atvik sem mögulega stangast á við lög og reglur, geta stefnt heilsu og öryggi starfsmanna í hættu eða telja má að séu ekki í samræmi við hagsmuni félagsins.
Ábendingum má koma á framfæri hér í gegnum örugga vefsíðu PwC. Að sjálfsögðu er boðið upp á að gera það nafnlaust. Fyllsta trúnaðar er gætt í meðferð allra ábendinga.
Einnig má senda okkur spurningar í gegnum ábendingakerfið, eða sækjast eftir áliti hvernig best er að koma ábendingum á framfæri.
Einnig er hægt að koma á framfæri ábendingu símleiðis í gegnum númerið 800-4314.
Allar ábendingar berast til áhættustjóra og forstjóra félagsins og hafa þeir einir aðgang að þeim upplýsingum. Farið er með upplýsingarnar sem þar koma fram í samræmi við gildandi persónuverndarlög. Sjá Persónuverndarstefnu PwC.
© 2017 - 2021 PwC. Allur réttur áskilinn. PwC vísar til alþjóðlegu PwC samsteypunnar og/eða eins eða fleiri aðildarfyrirtækja, sem hvert fyrir sig eru sjálfstæðir lögaðilar. Vinsamlegast skoðið www.pwc.com/structure fyrir frekari upplýsingar.