Þjónustan felst í færslu fjárhags-, viðskiptamanna- og lánardrottnabókhalds. Í grunninn byggir þjónustan á móttöku og sendingu rafrænna reikninga, innlestri reikninga og gagna á tölvutæku formi ásamt bankalausnum og rafrænu samþykktarkerfi.
Kerfið er hýst í skýjalausn og því aðgengilegt viðskiptavinum hvar sem er í gegnum örugga innskráningu. Í þjónustunni verða skjalaskipti milli viðskiptavina og bókara einföld, þægileg og örugg.
Mikilvægt er fyrir rekstraraðila að hafa góða yfirsýn yfir reksturinn á hverjum tíma. Stjórnendum býðst að hafa mælaborð með lykilupplýsingum úr rekstrinum sem hægt er að laga að þörfum hvers viðskiptavinar og uppfærist reglulega.
Færsla bókhalds er undirstaða góðs árangurs í fyrirtækjarekstri. Við tökum að okkur færslu bókhalds fyrir allar stærðir fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga. Þjónustan er löguð að þörfum og óskum viðskiptavina okkar, hvort sem um er að ræða vikulega bókhaldsvinnu, mánaðarlega uppfærslu eða vinnu sem einungis er krafist einu sinni á ári.
Við tökum að okkur afleysingar í bókhaldsdeildum viðskiptavina okkar og getum veitt aðstoð í bókhaldi og launavinnslum á álagstímabilum í rekstri.
PwC býr yfir umfangsmikilli reynslu af launavinnslum fyrir fyrirtæki af ýmsum stærðum. Ferli okkar í launavinnslu eru einföld og skilvirk og ganga hratt og örugglega fyrir sig.
Við bjóðum umsjón með öllum mánaðarlegum skilum á skilagreinum til skattyfirvalda, lífeyrissjóða, stéttarfélaga og annarra stofnana.
Við einföldum utanumhald stjórnenda og minnkum álag sem getur myndast um mánaðarmót.
PwC býður upp á sérfræðiþjónustu á sviði uppgjörsmála, hvort sem um er að ræða gerð ársreikninga eða árshlutareikninga.
Í tengslum við gerð ársreikninga bjóðum við upp á gerð skattskila og skil á öllum þeim skýrslum sem skattyfirvöld óska eftir frá lögaðilum.
Sérfræðingar okkar búa yfir umfangsmikilli þekkingu á sviði laga og reglna um ársreikninga og skattamál.
PwC veitir einstaklingum og lögaðilum almenna ráðgjöf varðandi skatta, skattlagningu og réttindi þeirra og skyldur. Við aðstoðum við að svara fyrirspurnum skattyfirvalda, útbúa kærur á úrskurðum ríkisskattstjóra og annast öll önnur samskipti við skattyfirvöld.
Ólafur Gestsson
Forstöðumaður PwC á Suðurlandi, Löggiltur endurskoðandi, PwC Iceland
Sími 550 5264
Sigrún Sigmundsdóttir
Forstöðumaður, Bókhald & laun, Norðurland, PwC Iceland
Sími 550 5274