Skip to content Skip to footer

Bókhald & laun

Rafræn lausn fyrir bókhaldið þitt

PwC hefur tekið í notkun nýtt rafrænt bókhaldskerfi.

Þjónustan felst í færslu fjárhags-, viðskiptamanna- og lánardrottnabókhalds. Í grunninn byggir þjónustan á móttöku og sendingu rafrænna reikninga, innlestri reikninga og gagna á tölvutæku formi ásamt bankalausnum og rafrænu samþykktarkerfi.

Woman on phone laughing

Kerfið er hýst í skýjalausn og því aðgengilegt viðskiptavinum hvar sem er í gegnum örugga innskráningu. Í þjónustunni verða skjalaskipti milli viðskiptavina og bókara einföld, þægileg og örugg.

Mikilvægt er fyrir rekstraraðila að hafa góða yfirsýn yfir reksturinn á hverjum tíma. Stjórnendum býðst að hafa mælaborð með lykilupplýsingum úr rekstrinum sem hægt er að laga að þörfum hvers viðskiptavinar og uppfærist reglulega.

Nánar um þjónustuna:
 • Rafrænt bókhaldskerfi
  • Rafræn móttaka og sending reikninga
  • Innlestur reikninga á tölvutæku formi
  • Bankalausnir
  • Rafræn skjöl
  • Rafræn samþykkt reikninga
 • Gerðu þína eigin reikninga
  • Möguleiki á að sjá sjálfur um útgáfu reikninga
  • Reikningar eru sendir rafrænt og tengdir við innheimtu í bankanum þínum
 • Persónuleg þjónusta
  • Þú færð úthlutaðan þínum eigin bókara
  • Þannig byggist upp þekking og reynsla á þinni starfsemi
 • Yfirsýn yfir stöðu rekstursins
  • Með reglulegri færslu bókhaldsins hefur þú góða yfirsýn yfir reksturinn í rauntíma
  • Mælaborð fyrir stjórnendur
Icon

Bókhald

Færsla bókhalds er undirstaða góðs árangurs í fyrirtækjarekstri. Við tökum að okkur færslu bókhalds fyrir allar stærðir fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga. Þjónustan er löguð að þörfum og óskum viðskiptavina okkar, hvort sem um er að ræða vikulega bókhaldsvinnu, mánaðarlega uppfærslu eða vinnu sem einungis er krafist einu sinni á ári.
Við tökum að okkur afleysingar í bókhaldsdeildum viðskiptavina okkar og getum veitt aðstoð í bókhaldi og launavinnslum á álagstímabilum í rekstri.

Icon

Laun

PwC býr yfir umfangsmikilli reynslu af launavinnslum fyrir fyrirtæki af ýmsum stærðum. Ferli okkar í launavinnslu eru einföld og skilvirk og ganga hratt og örugglega fyrir sig.

Við bjóðum umsjón með öllum mánaðarlegum skilum á skilagreinum til skattyfirvalda, lífeyrissjóða, stéttarfélaga og annarra stofnana.
Við einföldum utanumhald stjórnenda og minnkum álag sem getur myndast um mánaðarmót.

 

Icon

Uppgjör

PwC býður upp á sérfræðiþjónustu á sviði uppgjörsmála, hvort sem um er að ræða gerð ársreikninga eða árshlutareikninga.
Í tengslum við gerð ársreikninga bjóðum við upp á gerð skattskila og skil á öllum þeim skýrslum sem skattyfirvöld óska eftir frá lögaðilum.

Icon

Skattur

Sérfræðingar okkar búa yfir umfangsmikilli þekkingu á sviði laga og reglna um ársreikninga og skattamál.
PwC veitir einstaklingum og lögaðilum almenna ráðgjöf varðandi skatta, skattlagningu og réttindi þeirra og skyldur. Við aðstoðum við að svara fyrirspurnum skattyfirvalda, útbúa kærur á úrskurðum ríkisskattstjóra og annast öll önnur samskipti við skattyfirvöld.

Fylgstu með okkur

Óska eftir tilboði / frekari upplýsingum

Required fields are marked with an asterisk(*)

By submitting your email address, you acknowledge that you have read the Privacy Statement and that you consent to our processing data in accordance with the Privacy Statement (including international transfers). If you change your mind at any time about wishing to receive the information from us, you can send us an email message using the Contact Us page.

Contact us

Vilborg Jónsdóttir

Vilborg Jónsdóttir

Sviðsstjóri, Bókhald & Laun, PwC Iceland

Sími 550-5343

Ólafur Gestsson

Ólafur Gestsson

Forstöðumaður PwC á Suðurlandi, Löggiltur endurskoðandi, PwC Iceland

Sími 550 5264

Sigrún Sigmundsdóttir

Sigrún Sigmundsdóttir

Forstöðumaður, Bókhald & laun, Norðurland, PwC Iceland

Sími 550 5274

Hide