COVID-19 – Viðbrögð við efnahagslegum áhrifum

Sérfræðingateymi PwC aðstoðar þig við að koma á fót skilvirkri krísustjórnun

COVID-19 er búin að hafa veruleg áhrif á fyrirtæki og stofnanir

Á þessari síðu er búið að taka saman upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint COVID-19 sem heimsfaraldur. Ríki víða um heim hafa sett á samkomubönn og takmarkanir á ferðalög. Þetta er búið að hafa veruleg áhrif á alla sem lifa og starfa í viðkomandi samfélögum.

PwC á Íslandi hefur sett saman þverfaglegt teymi sem getur aðstoðað við rekstrartengd málefni fyrirtækja vegna þess ástands sem hefur skapast hér á landi.

Viðspyrna fyrir Ísland - Efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19

Eins og komið hefur fram hjá stjórnvöldum er um að ræða tvenns konar vá, heilbrigðisvá og efnahagsvá. Til að mæta heilbrigðisvánni hafa einstök þjóðríki gripið til margvíslegra úrræða. Af þeim leiðir mikil röskun á daglegu lífi fólks og ekki síður efnahagslífi og afkomu fyrirtækja.

Aðgerðir Ríkisstjórnar Íslands eru þríþættar:

Varnir > Aðgerðir til að koma í veg fyrir að fjöldi fólks missi vinnuna og fjöldi fyrirtækja fari í þrot

Vernd > Stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur vegna erfiðra aðstæðna

Viðspyrna > Aðgerðir til að auka efnahagsstarfsemi vöruviðskipta og fjárfestinga

Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur kynnt eru til þess fallnar að aðstoða fyrirtæki í landinu á þessum fordæmalausu tímum. Þær lausnir sem ríkisstjórnin hefur komið með eru þó bundnar margvíslegum skilyrðum. 

Sjá einnig skjöl á gátt stjórnarráðsins er varðar kynningarefni ríkisstjórnarinnar og ýmsum spurningum í spurt og svarað.

Aðgerðapakki Ríkisstjórnar Íslands þann 21. mars:

Kynning á aðgerðum

Spurt og svarað

Aðgerðapakki Ríkisstjórnar Íslands þann 21. apríl

Kynning á aðgerðum

Spurt og svarað

Þær aðgerðir stjórnvalda sem snúa að fyrirtækjarekstri eru eftirfarandi:

Brúarlán til atvinnulífs

Um er að ræða stuðning til handa fyrirtækjum í rekstrarvanda og þeim veitt tækifæri til að fá viðbótarlán.

 

Stjórnvöld munu ábyrgjast 50 – 70% brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað. Heildarábyrgð ríkissjóðs vegna brúarlánanna getur numið frá 35–50 ma.kr. 

Ríkisstjórnin hefur sett fram sjö skilyrði sem snýr að lántaka til að Ríkið gangi í ábyrgð:

 1. Ábyrgðir taki eingöngu til nýrra lána til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir 40% tekjumissi eða meira milli ára. Jafnframt er það forsenda að vandi fyrirtækisins sé ófyrirséður og að það geti með viðeigandi aðstoð orðið rekstrarfært þegar dregur úr áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru.
 2. Lánastofnanir grípi fyrst til hefðbundinna úrræða sem þær ráða yfir til aðstoðar fyrirtækjum og að lán með ábyrgðum verði því aðeins veitt að hefðbundin úrræði dugi ekki til.
 3. Kveðið verður á um hámarkslán til einstakra fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að þau geti að hámarki numið tvöföldum árslaunakostnaði viðkomandi fyrirtækis á næstliðnu ári.
 4. Við ákvörðun kjara lánveitingar taki lánastofnun tillit til þess að hún ber aðeins hluta áhættu við veitingu lánsins.
 5. Ábyrgðin verður afturkölluð að 18 mánuðum liðnum.
 6. Lán takmarkist við fyrirtæki þar sem launakostnaður var a.m.k. 25% af heildarútgjöldum undangengins árs.
 7. Heimilt verði að takmarka hagnýtingu lánsins þannig að það verði t.d. eingöngu nýtt til greiðslu launa, rekstraraðfanga og húsaleigu.

Þau skilyrði sem sett hafa verið fram geta tekið breytingum þegar samningar nást á milli Seðlabanka Íslands og þeirra lánastofnana sem koma að brúarfjármögnuninni.

View more

Frestun skattgreiðslna

Um er að ræða frestanir á gjalddögum staðgreiðslu, tryggingagjalds og fyrirframgreidds tekjuskatts fyrirtækja sem mun mun styrkja lausafjárstöðu fyrirtækja um 75 ma. kr.

Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum má fresta þremur gjalddögum staðgreiðslu og tryggingargjalds á árinu 2020 fram til 15. janúar 2021. Enn fremur verður hægt að fá aukinn frest ef mikið tekjufall er að ræða þannig að hún dreifist á gjalddaga í júní, júlí og ágúst það ár.

Fyrirframgreiðslur tekjuskatts fyrirtækja árið 2020 upp í álagðan tekjuskatt vegna ársins 2019,  með gjalddaga í apríl, maí og júní, frestast fram að álagningu í október. Ekki er þörf á sérstakri umsóknar vegna þessa úrræðis.

Skilyrði greiðslufrests þriggja gjalddaga staðgreiðslu og tryggingagjalds eru:

 • ·Að skil hafi verið gerð á opinberum gjöldum og upplýsingum til Skattsins. 
  • Að launagreiðandi hafi ekki verið í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga í lok árs 2019. Hægt er að fá yfirlit yfir skuldastöðu við ríkissjóð hjá Skattinum.
  • Að launagreiðandi hafi staðið skil á skattframtölum ásamt lögboðnum fylgigögnum til Skattsins. Hér er átt við að skattframtölum hafi verið skilað þannig að álagning byggist ekki á áætlun. Með lögboðnum fylgigögnum er einkum verið að vísa til þess að ársreikningi hafi verið skilað með skattframtali til Skattsins.
 • Að launagreiðandi hafi átt við rekstrarörðuleika að glíma sem rekja má til Covid-19.

Ef arði er úthlutað eða eigin hlutir keyptir á árinu 2020 eða úttekt eigenda innan ársins 2020 fer umfram reiknað endurgjald þeirra verður ekki fallist á að um verulega rekstrarörðugleika sé að ræða í skilningi þessa ákvæðis. 

Við afgreiðslu og endurskoðun umsóknar er auk þess heimilt að fara sérstaklega fram á að umsækjandi sýni með rökstuðningi og gögnum fram á að við verulega rekstrarörðugleika sé að glíma, svo sem með hliðsjón af lækkun á virðisaukaskattsskyldri veltu, og að skilyrði ákvæðisins fyrir frestun séu að öðru leyti uppfyllt. Heimilt er að hafna umsókn sé talið að skilyrðum ákvæðisins sé ekki fullnægt. Almenn afgreiðsla á greiðslufrestun sætir síðari endurskoðun og felur því ekki í sér staðfestingu á því að skilyrði hennar hafi á afgreiðsludegi verið uppfyllt.

Leiði síðari skoðun í ljós að skilyrði greiðslufrestunar hafi ekki verið til staðar skal launagreiðandi sæta álagi til viðbótar upphæð skilafjárins skv. 28. gr. í samræmi við upphaflega gjalddaga og eindaga hvers greiðslutímabils sem greiðslu var frestað fyrir. Launagreiðandi og forsvarsmenn hans skulu ekki sæta öðrum viðurlögum.

View more

Hlutastarfaleiðin

Um er að ræða atvinnuleysisbætur til þeirra sem lækka tímabundið í starfshlutfalli. Vinnumálastofnun mun greiða tímabundnar atvinnuleysisbætur til þeirra sem lækka niður í 25% til 80% starfshlutfall vegna tímabundins samdráttar í starfsemi launagreiðanda. Starfsmaður heldur fullum launum upp að 400 þús. kr. og fær eftir það greiddar tekjutengdar atvinnuleysisbætur í hlutfalli við hið skerta starfshlutfall en þó að hámarki 90% af launum upp að 700 þús. kr. á mánuði. Gildistími úrræðisins var upphaflega  tveir og hálfur mánuður, frá 15. mars til 1. júní og var tilkynnt um framlengingu þann 28. apríl að úrræðið yrði í boði með óbreyttu sniði út júní mánuð, en frá 1. júlí til 31. ágúst verði leiðin í boði með þeirri breytingu að lágmarkshlutfall hækkar í 50%. Sækja þarf sérstaklega um framlengingu. 

Hlutastarfaleiðin er einnig í boði fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga að uppfylltum skilyrðum að hafa tilkynnt um verulegan samdrátt í rekstri og breytingu á reiknuðu endurgjaldi til launagreiðendaskrár Skattsins.

 

Lífvænlegum fyrirtækjum sem hafa misst miklar tekjur er þannig tryggður stuðningur til að halda starfsfólki áfram í hlutastarfi. Aðgerðin styður við áframhaldandi atvinnu tugþúsunda einstaklinga í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum á meðan á tímabundnu niðursveiflunni stendur.

Dæmi I: Launamaður í 100% starfi hefur 400 þús. í mánaðarlaun en vinnuveitandi ákveður að minnka starfshlutfall hans um 75% vegna erfiðleika í rekstri. Þessi einstaklingur sækir um 75% atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun og vinnuveitandi greiðir honum 25% laun. Hann fær því 100 þús. frá vinnuveitanda og 300 þús. frá Vinnumálastofnun. Laun hans og atvinnuleysisbætur munu þá samanlagt jafngilda þeim launum sem hann hafði áður en hann fór í hið minnkaða starfshlutfall, eða 400 þús. á mánuði.

Dæmi II: Launamaður í 100% starfi hefur 600 þús. í mánaðarlaun en vinnuveitandi ákveður að minnka starfshlutfall hans um 50% vegna erfiðleika í rekstri. Þessi einstaklingur sækir um 50% atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Hann fær því 300 þús. frá vinnuveitenda og 228 þús. frá Vinnumálastofnun. Laun hans og atvinnuleysisbætur munu þá samanlagt nema 528 þús. á mánuði eða 84% af heildarlaunum.

Dæmi III: Launamaður í 100% starfi hefur 900 þús. í mánaðarlaun en vinnuveitandi ákveður að minnka starfshlutfall hans niður í 60% vegna erfiðleika í rekstri. Þessi einstaklingur sækir um 40% atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Hann fær því 540 þús. frá vinnuveitenda og 160 þús. frá Vinnumálastofnun. Laun hans og atvinnuleysisbætur munu þá samanlagt nema 700 þús. á mánuði eða tæpum 80% af heildarlaunum.

Dæmi IV: Launamaður í 50% starfi hefur 250 þús. í mánaðarlaun en vinnuveitandi ákveður að minnka starfshlutfall hans um helming vegna erfiðleika í rekstri. Þessi einstaklingur sækir um 25% atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Hann fær því 125 þús. frá vinnuveitenda og 114 þús. frá Vinnumálastofnun. Við þetta lækkar viðkomandi í heildartekjum en ekki vegna skerðingar bóta - hann fær óskert 25% af hámarkstekjutengingu atvinnuleysisbóta þar sem hann er með laun undir 400 þús. kr.

View more

Laun í sóttkví

Um er að ræða endurgreiðslu til atvinnurekenda vegna óvinnufærra starfsmanna í sóttkví. 

Stjórnvöld hafa í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins tryggt að einstaklingum í sóttkví séu tryggð laun á meðan hún varir, en á þeim tíma eiga önnur réttindi, s.s. veikindaréttur samkvæmt kjarasamningum ekki við. Á þetta við um tímabilið 1. febrúar 2020 til og með 30. apríl 2020 og er miðað við að þetta taki til þeirra sem ekki geta sinnt starfi sínu úr sóttkví. Gert er ráð fyrir að atvinnurekandi greiði launþega laun en geti svo gert kröfu á ríkissjóð til endurgreiðslu upp að vissri hámarksfjárhæð. Það sama gildir um sjálfstætt starfandi einstaklinga hafi þeir þurft að leggja niður störf vegna sóttkvíar á framangreindu tímabili.

Greiðslur taka mið af heildarlaunum í þeim almanaksmánuði eða almanaksmánuðum sem einstaklingur er í sóttkví. Greiðslurnar verða aldrei hærri en 633.000 kr. á mánuði, eða 21.100 kr. á dag.

Ákvörðun um sóttkví er tekin á grundvelli sóttvarnarlaga af viðeigandi yfirvöldum. Einstaklingar í sjálfskipaðri sóttkví eiga ekki rétt á greiðslum.

View more

Gistináttagjald fellt niður

Gistináttagjald verður fellt niður til ársloka 2021 og gjalddaga fyrstu þriggja mánaða 2020 frestað til 5. febrúar 2022. 

Greiðsla og innheimta gistináttaskatts verður felld niður á tímabilinu 1. apríl 2020 til og með 31. desember 2021. Því þarf ekki að greiða gistináttaskatt vegna gistingar sem á sér stað á því tímabili.

Greiðslu er frestað á gistináttaskatti sem fellur til á tímabilinu 1. janúar til og með 31. mars 2020. Gjalddaga gistináttaskatts vegna gistingar á þessu tímabili verður frestað til 5. febrúar 2022.

View more

Tollafgreiðslugjöld og aðflutningsgjöld

Tollafgreiðslugjöld verða felld niður til ársloka 2021 og greiðslum aðflutningsgjalda verður frestað um fjóra mánuði.

Tollafgreiðslugjaldið er innheimt vegna vara skipa og flugvéla sem tollafgreiddar eru utan almenns afgreiðslutíma á milli kl. 7 og 18 virka daga. Gjalddögum aðflutningsgjalda á árinu 2020, hjá þeim aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, skal vera 5. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. 

View more

Fasteignaskattar

Greiðendur fasteignaskatta geta að ákveðnum skilyrðum uppfylltum óskað eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. 

Sveitarfélög fá heimild til að fresta gjalddögum hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi. Sveitarfélög munu setja sér reglur um viðmið í því efni.

View more

Niðurfelling álags á virðisaukaskatt

Skatturinn hefur ákveðið að falla frá álagi samkvæmt 27. gr. laganna vegna virðisaukaskattsskila 6. apríl nk. Þetta þýðir að ekkert álag er lagt á vegna vangreidds virðisaukaskatts en þó þarf að standa skil á skattinum innan mánaðar frá gjalddaga svo ekki reiknist dráttarvextir af því sem gjaldfallið er.

View more

Lokunarstyrkir

Margvíslegri þjónustu var gert að loka vegna samkomubanns og annarra sóttvarnarreglna. Þetta á til dæmis við um hárgreiðslustofur, valkvæðar skurðaðgerðir, krár, líkamsræktarstöðvar, nuddstofur, sjúkraþjálfun, skemmtistaði, snyrtistofur, söfn, spilasali, laugar og tannlækna.

Stjórnvöld munu veita þessum aðilum styrki til að bæta upp hluta af tekjufalls og hjálpa þeim að standa undir föstum kostnaði sem fallið hefur til í rekstri þeirra.

Hámarksupphæð nemur 800 þús.kr. á starfsmann, að hámarki 2,4 m.kr. á rekstraraðila.

Til að fá lokunarstyrk þarf fyrirtæki að:

 • hafa þurft að loka starfsemi vegna sóttvarnarreglna
 • hafa orðið fyrir 75% tekjufalli í apríl á milli ára
 • haft amk 4,2 m.kr. í tekjur 2019
 • vera í skilum með skatta
 • vera ennþá í rekstri

Fái fyrirtæki styrk án þess að hafa átt rétt á honum ber því að endurgreiða hann með 50% álagi.

View more

Stuðningslán

Rekstrarlán til minni fyrirtækja í lægð vegna faraldursins að hámarki 6 m.kr. á rekstraraðila með 1,75% vextir (meginvextir Seðlabankans). Gildistími er 2,5 ár (Greiðsluhlé er á láninu fyrstu 18 mánuðinu, síðan er það greitt til baka með 12 jöfnum greiðslum).

Stuðningslán skal að hámarki nema 6 m.kr. Hafi rekstraraðili fengið bætur vegna lokunar dragast þær frá hámarkinu.

Lánið skal þó ekki vera hærra en sem nemur 10% af tekjum rekstraraðila árið 2019. Hafi rekstraraðili hafið starfsemi eftir 1. janúar 2019 skal umreikna tekjur frá þeim tíma sem starfsemi hófst til loka febrúar 2020 á ársgrundvöll.

Markmið lánanna er að vinna gegn lausafjárvanda sem leitt gæti til uppsagna og enn frekari efnahagssamdráttar og verða veitt í gegnum viðskiptabankana. 

Áætluð heildarútlán nema 28 ma.kr. til 8.000 fyrirtækja og munu nýtast minni aðilum sem orðið hafa fyrir miklum samdrætti, ekki síst í ferðaþjónustu.

Skilyrði lánsins eru:

 • 40% lægri tekjur en á sama tímabili í fyrra (tekjusamdráttur á 60 daga samfelldu tímabili frá 1. mars til 30. september verður að nema a.m.k. 40% miðað við sama tímabil fyrra árs)
 • Tekjur ársins 2019 voru á milli 9 m.kr. og 500 m.kr. og launakostnaður nam a.m.k. 10% af rekstrargjöldum í fyrra.
 • Hvorki arðgreiðslur, kaup á eigin hlutabréfum o.fl. frá 1. mars né vanskil (rekstraraðili má ekki hafa greitt út arð, óumsamda kaupauka, keypt eigin hlutabréf, greitt af víkjandi láni fyrir gjalddaga eða veitt eigendum eða nákomnum aðilum lán eða aðrar greiðslur sem ekki eru nauðsynlegar til að viðhalda rekstri frá 1. mars 2020. Rekstraraðili er ekki í vanskilum á opinberum sköttum og gjöldum eða í vanskilum við lánastofnun lengur en í 90 daga.)
 • Rekstrarhæf þegar áhrif COVID-19 eru liðin hjá

View more

Jöfnun tekjuskatts

Heimild til að jafna tap þessa árs á móti hagnaði í fyrra. Fyrirtæki sem sjá fram á tap á þessu

ári en skiluðu hagnaði í fyrra geta sótt um að jafna saman hagnaði og tapi þessara tveggja ára. Í frumvarpi verða nánari skilyrði tilgreind. 

Hámarksupphæð tekjuskatts sem má jafna á milli ára nemur 20 m.kr., en 98% fyrirtækja eru undir þeim mörkum.

Heildaráhrif eru áætluð 13 ma. Kr. 

View more

Sértækur stuðningur

Sértækur stuðningur snýr bæði að framlínuálagi til heilbrigðis starfsfólks ásamt stuðningi við fjölmiðla og þríþættum aðgerðum á sveitastjórnarstigi. 

Stuðningur verður veittur til fjölmiðla vegna upplýsinga- og lýðræðishlutverks þeirra. Auglýsingatekjur fjölmiðla hafa hríðfallið á sama tíma og eftirspurn eftir þjónustu þeirra hefur aukist. 

Einkareknir fjölmiðlar verða því studdir um allt að 350 m.kr. Við ákvörðun fjárhæðar verður litið m.a. til launaveltu vegna starfsmanna á ritstjórnum.

Aðgerðir á sveitastjórnarstigi snúa að því að veita þeim tímabundinn rétt til endurgreiðslu virðisaukaskatts til að flýta framkvæmdum. Veita Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga heimild til að veita styrki til sveitarfélaga til að fjármagna framkvæmdir til að bæta aðgengi fatlaðs fólks í fasteignum og mannvirkjum eða milda tekjufall Jöfnunarsjóðs. Auk þess snýr aðgerð að því að styðja viðkvæm svæði, t.d. Suðurnes þar sem stefnir í 24% atvinnuleysi í apríl.

View more

Sókn í nýsköpun (R&Þ endurgreiðslur, aukin fjárfesting í nýsköpun)

Auk þess að verja efnahagslífið og vernda þá sem glíma við afleiðingar faraldursins vilja stjórnvöld skapa forsendur fyrir öflugri efnahagslegri viðspyrnu á grundvelli hugvits og þekkingar.  Í því skyni verður stuðningur stóraukinn við rannsóknir, þróun og nýsköpun.

Framlög voru aukin um 700 m.kr. í Tækniþróunarsjóðs og um 700 m.kr. til Rannsóknasjóðs og Innviðasjóðs Rannís í fyrsta hluta aðgerðanna.

Til viðbótar munu stjórnvöld styrkja hvata til rannsókna og þróunar auk þess að bæta fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja.

Hvatar til rannsókna og þróunar verða styrktir og fjármögnun nýsköpunar efld. Endurgreiðsluhlutfall vegna R&Þ hækkar úr 20% upp í 25% og þak á endurgreiðslur hækkar úr 600 m.kr. Í 900 m.kr. Framlög til Kríu fjárfestingasjóðs aukin og fjárfestingaheimildir lífeyrissjóoða í víssisjóðum rýmkaðar.

View more

Innlend verðmætasköpun

Auk þess að snúa að fjölgun listamanna á starfslaunum snýr þessi aðgerð að aukningu nýsköpunar og verðmætasköpunar í matvælaframleiðslu. 

Matvælasjóður verður stofnaður með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi. Sjóðnum er ætlað að styðja við nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni matvælaframleiðslu. 500 m.kr. verður varið til stofnunar Matvælasjóðs ásamt því að árið 2021 bætast við þeir fjármunir sem áttu að renna í Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi. 

Sjóðurinn fær einnig 100 m.kr. til að styrkja markaðssetningu á alþjóðlegum mörkuðum.

Auk þess verður stutt við vöxt íslenskrar garðyrkju með 200 m.kr. 200 m.kr. í endurnýjun samninga við garðyrkjubændur. 

View more

Fjárhagsleg endurskipulagning

Settar verða einfaldari reglur um fjárhaglega endurskipulagningu fyrirtækja, tímabundið til að byrja með. Byggt verður á núgildandi reglum en breytingar miða að því að fyrirtæki geti komist í skjól á einfaldan hátt á meðan verið er að meta stöðu þeirra og uns meiri vissa fæst um framtíðarhorfur. Breytingar lúta meðal annars að skilyrðum fjárhagslegrar endurskipulagningar, beiðni og umfjöllun um hana, tímafrestum, heimildum til ráðstafana og riftunar- og vanefndaheimildum viðsemjenda.

View more

Greiðsla launa á uppsagnarfresti

Fyrirtækjum verður gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður að hámarki 633 þús.kr. Á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75% tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. Hámarkshlutfall stuðnings ríkisins verður 85%. 

Starfsmenn halda forgangi til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og tilteknum áunnum réttindum.

Sett verða nánari skilyrði, til að mynda um rekstrarhæfi fyrirtækis fyrir aðild að þessu úrræðu og um endurkröfurétt. 

Leiðin er í boði frá 1. maí til 30. september og gildir fyrir uppsagnir sem taka gildi frá 1. maí.

View more

Hvernig getum við aðstoðað þig? 

PwC á Íslandi hefur sett saman þverfaglegt teymi sem getur aðstoðað við rekstrartengd málefni fyrirtækja í vegna þess ástands sem hefur skapast hér á landi.

Þjónusta á óvissutímum:

 • Mótun eða aðlögun á viðbragðsáætlun
 • Aðstoð við aðlögun á fjárhagsáætlunum og sviðsmyndagreiningum
 • Skilgreining á áhættustefnu og áhættuprófanir
 • Lögfræði- og skattaráðgjöf

Ekki er um tæmandi upptalningu á þjónustu sem við getum veitt í tengslum við COVID-19 því fyrirtæki eru ólík og með mismunandi þarfir í þessu óvissu ástandi. Hafðu samband og við förum saman yfir málin.

Krísustjórnun

Lykilatriði í krísustjórnun snýr að því að ná að stýra atvikum á eins skilvirkan hátt og hægt er, lágmarka neikvæð áhrif og viðhalda trausti hagsmunaaðila.

Mörg fyrirtæki eiga nú þegar til viðbragðsáætlanir sem oft snúa að virðiskeðju rekstrar, en staðan með COVID-19 getur auðveldlega gert slíkar viðbragðsáætlanir úreldar. Vegna óvissunnar sem nú steðjar að er mjög mikilvægt að fara yfir áætlanir, þróa mismunandi sviðsmyndir og fá sérfræðinga til að fara yfir þær.

Við mælum eindregið með því að þau fyrirtæki sem líklegt er að verði fyrir áhrifum af COVID-19 fari strax í að meta möguleg áhrif og þróa aðgerðaáætlun sem vinnur á móti þeim áhrifum sem líkkur eru á að geti raungerst.

Mikilvægi áreiðanlegra upplýsinga

Fréttir um útbreiðslu vírusins dreifast á áður óséðum hraða í fjölmiðlum ásamt mis áreiðanlegum spám um áhrif sem vírusinn mun hafa á næstu vikum og mánuðum.

Samskipti og fréttamiðlun sem byggð eru á staðreyndum eru nauðsynleg til að fyrirbyggja misskilning, mismunun og óþarfa ótta ásamt því að lágmarka rangar upplýsingar í umferð og draga úr skaðlegum áhrifum á efnahagslíf og einstaklinga.

Fyrir fyrirtæki snýr þetta að miklu leyti að því að miðla upplýsingum og halda samskiptarásum opnum til starfsmanna og allra hagaðila sem tengjast rekstri félagsins.

Ríkisstjórn landsins mun leggja fram aðgerðaáætlun og lausnir sem fyrirtæki munu geta nýtt sér til að komast yfir erfiðasta hjallann sem framundan er. Það er mikilvægt fyrir stjórnendur að fylgjast með og kynna sér hvort að það þurfi að sækja um þær lausnir sem eru í boði og hvaða skilyrði þarf að uppfylla, ef einhver.

Mannauður

Vellíðan starfsmanna þarf að vera forgangsverkefni í ástandi sem þessu. Því fylgir upplýsingaskylda af hálfu vinnuveitanda. Veita þarf upplýsingar á öllum tungumálum sem nauðsyn krefur vegna þjóðernis starfsmanna.

Grunn upplýsingar sem vinnuveitandi þarf að geta veitt starfsmönnum er meðal annars launað/ólaunað orlof vegna umönnunar barna sem ekki komast í skóla, hvað gerist ef framleiðsla í fyrirtækinu hættir tímabundið, hvernig skal haga heimavinnu vegna smithættu, hvað verður um launamál ef smit koma upp o.s.frv. Auk þess er mikilvægt að stjórnendur fylgist með öllum aðgerðum sem stjórnvöld grípa til og séu búnir að kynna sér upplýsingar um vinnulöggjöf sem geta snert viðbragðsáætlanir félagsins.

Ef fyrirtæki eru með starfsemi á erlendri grund bætast auk þessa við ábyrgð stjórnenda um að kynna sér aðstæður í hverju landi fyrir sig um allt ofangreint.

Aðfangakeðja

Birgðamál eru mikilvægur hluti af rekstri margra fyrirtækja. Í veruleika COVID-19 er til staðar hætta á því að sum fyrirtæki muni lenda í vandræðum með birgðir, hvort sem það er vegna aðgerða stjórnvalda í upprunalöndum birgða, tímabundin framleiðslustöðvun eða umframeftirspurn eftir vörum frá öðrum viðskiptavinum. Það er því mikilvægt að vera í góðum og virkum samskiptum við birgja og kanna aðra valkosti í tengslum við innkaup.

Í einstaka tilfellum gætu birgjar breytt kjörum viðskiptavina sinna tímabundið vegna rekstrarlegrar óvissu.

Mikilvægt er að greina mögulegar sviðsmyndir í tengslum við birgðamál, meta áhrif þessa á rekstur og gera viðbragðsáætlun.

Álagspróf og sviðsmyndagreiningar

Áhrif hraðrar útbreiðslu COVID-19 endurspeglast mjög hratt í fjárhagsáætlunum fyrirtækja, hvort sem það er til skamms eða langs tíma. Það er því mikilvægt fyrir fyrirtæki að framkvæma álagspróf og kortleggja mögulega atburðarás næstu vikna og mánaða.

Það er mikilvægt að álagsprófa fjárhagsáætlanir og gera það reglulega í gegnum krýsuástand sem þetta. Lausafjáráhrifa getur ferið að gæta í rekstri og því mikilvægt að vera búið að meta aðstæður og mögulegar lausnir þegar að því kemur.

Meiri innsýn í efnið frá PwC á alþjóðavísu

Responding to the potential business impacts of COVID-19

The COVID-19 outbreak has been declared a public health emergency of international concern by the World Health Organization, causing huge impact on people's lives, families and communities.

Sjá meira

{{filterContent.facetedTitle}}

Fylgstu með okkur

Contact us

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 840 5387

Sigurður Óli Sigurðarson

Sigurður Óli Sigurðarson

Sviðsstjóri, Fyrirtækjaráðgjöf, PwC Iceland

Sími 840 5349

Hide