Hjálparlína PwC

Aðstoð við fyrirtæki og smærri rekstraraðila

Í ljósi áhrifa útbreiðslu COVID-19, sem skapar áður óþekkta stöðu í íslensku samfélagi og efnahagslífi, höfum við hjá PwC sett saman teymi sérfræðinga sem hefur kynnt sér ítarlega aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila.

Við erum boðin og búin að svara spurningum ykkar um þessar aðgerðir stjórnvalda, aðrar mögulegar lausnir eða önnur rekstrartengd mál sem brenna á ykkur á þessum óvissutímum.

Þá býðst þér að hafa samband við sérfræðiteymi í hjálparlínu PwC með því að fylla út formið hér að neðan. Þar getur þú sent inn skriflegt erindi eða óskað eftir símtali frá sérfræðingi okkar.

Sameinumst um að bjarga verðmætum og veita sem besta viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag.

Hafðu samband – og við skoðum málin með þér.


Þú getur kynnt þér helstu viðbrögð stjórnvalda með því að smella á neðangreindan hlekk. Þar eru listuð upp þau helstu úrræði sem kynnt hafa verið til sögunnar að standi fyrirtækjum og rekstraraðilum til boða.


Fylgstu með okkur